Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Stærð Kolbeinseyjar á ýmsum tímum. Árið 1616, pegar Hvanndalabræður könnuðu hana, var hún 600 m á lengd. Um 1900 var lengd hennar komin niður í 300 m. Eftir pað minnkaði hún hratt; 1933 mældist hún 70 m og pegar greinarhöfundur var í eynni 1986 var hún 42 m á lengd. Kortið er byggt á nýlegum dýptarmælingum við eyna og gömlum lýsingum og mælingum. föngum. Svo virðist sem Bjarni í Hvanndölum hafi kunnað að synda en það kunnu ekki margir á hans tíð. Samkvæmt kvæðinu gerði hann tvær örvæntingarfullar tilraunir til að synda eftir bátnum en sjór var okyrr og minnstu mátti muna að hann drukknaði í bæði skiptin. Það má nærri geta um hugar- astand þeirra bræðra er þeir horfðu á bátinn reka til hafs. Þótt ýmsa björg væri að hafa í eynni í fugli og eggjum var þar lítið skjól og ekkert vatn og nánast engin von um björgun úr landi. Þeim var Ijóst að ekkert gat beðið þeirra nema dapur- legur dauði. Þeir reikuðu þögulir úr fjörunni og upp á eyna þar sem þeir hrupu tárfellandi á bæn með mikl- um kveinstöfum. Séra Jón kemst á skáldlegt flug er hann lýsir ör- væntingu bræðranna á sæbörðum klettum Kolbeinseyjar og ekki síður þegar þeir eru bænheyrðir, enda var það kraftaverki líkast sem næst gerðist. Vindurinn datt skyndilega niður og það varð blæjalogn, síðan gerði hæga golu úr gagnstæðri átt og bátinn rak upp undir eyna á ný. Þeir bræður biðu í fjörunni með öndina í nálsinum °g óttuðust að hann ntyndi þá og þegar steyta á skerjum °g brotna. Hann smaug þó fram hjá þeim og lónaði skammt undan Hndi. Þeir höfðu haft dráttarfæri rneð sér úr bátnum. Það röktu þeir niður í hring, bundu slöngvustein í annan endann og tókst að kasta honum út í bátiim. Hann lenti ofan í skutnum og festist undir stafnlokinu þegar þeir drógu að sér kaðalinn. Þanrug gátu þeir togað bátinn að Hndi og alla þá lífsbjörg sem í honum var. Eyjarfrónið Qaðir í bragði gengu þeir nú tryggi- 'ega frá landfestum og hófu síðan þær athuganir sem voru aðalerindi ferðarinnar. Könnuninni er lýst í vísum 52-54. Séra Jón hefði mátt Hvelja lengur við þann þátt og liafa meira hóf á guðsorðinu í staðinn. Þó kemur hann furðu miklu til skila í þessum þremur erindum, en þau hljóða svo: Eyjarfrónið fyrst þeir kanna að faðmamáli og stikuðum vað, fjögurhundruð full það sanna fyndi að lengd, þeir sögðu það, hæð og breidd að gátum granna glögt sextíu í annan stað. Flest sér þar um foldu kynna, fimmslags grjót um bjargið breitt, langvíumar veiða og vinna vænan geirfugl höndla greitt, eggjamagran fýlung finna, fást því ekki við hann neitt. Allt þeir þetta eyláð greina uppvaxið með hóla og gjár, gátu að líta um grjót og steina grastó engin milli stár; mörgu hlýt eg loks að leyna, - ljóði þeir, sem gengur skár. Fyrsta vísan greinir frá mæling- um þeirra bræðra á stærð eyjarinnar. Ef hún er tekin bókstaflega mældu þeir lengdina með kvörðuðum kaðli en hæð og breidd var áætluð. Lengdin var 400 faðmar en breidd og hæð 60 faðmar. Samkvæmt ham- borgaralin, sem faðmamir eru lík- lega miðaðir við, hefur eyjan verið 690 m löng, 100 m breið og 100 m há. Þessi hæð er ótrúleg og vafalítið ofmetin. Kolbeinsey hefur verið 6-7 hektarar að flatarmáli á þessum tíma. í dag er hún innan við 0,1 hektara og minnkar hratt (5. mynd). (Ef miðað er við stórt hundrað hefur eyjan verið 720 m að lengd.) f næstu vísu segir að þeir hafi séð fimm tegundir bergs í eynni. Því miður er þeim ekki nánar lýst svo I íslensku hefur bátur fleiri heiti og kenningar en flestir aðrir hlutir. í Kolbeinseyjarvísum eru 18 slík heiti: bátur skip hafskip sjóskip byrðingur skábyrðingur sigludýr bámhestur flæðar hestur sjávar hestur Ránar jór öldujór strengja bjöm báru hind flæðarhaukur flæðardýr stafndælingur dæluhrafn 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.