Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 67
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
verið talinn útdauður sem varpfugl á íslandi síðan
1963. Framræsla mýra og tilkoma minks í íslenska
náttúru eru taldar meginorsakir þess að keldusvín
hvarf úr hópi íslenskra varpfugla.
Holudúfa (Columba oenas) sást í fyrsta skipti á
íslandi á landi Hala í Suðursveit 20. apríl. Tegundin
sást aftur á sama stað í nóvember en óvíst er hvort
um sama fugl hafi verið að ræða.
í maí sást til laufglóa (Oriolus oriolus) á Reyðarfirði
og mun það vera í tíunda sinn sem slíkur fugl sést
hér á landi. Þá lenti múrsvala (Apus apus), evrópskur
flækingsfugl, í hrakningum á Eskifirði í miklu
regnveðri í maí.
Fuglalíf var óvenjufjölskrúðugt yfir
sumarmánuðina. Varp glóbrystings (Erithacus
rubecula), skógarsnípu (Scolopax rusticola), eyruglu
(Asio otus), dvergmáfs (Larus minutus) og fjallakjóa
(Stercorarius longicaudus) var í fyrsta skipti staðfest
hér á landi. Auk þess verptu fjölmargar tegundir sem
öðru hverju reyna varp hér og kalla má jaðartegundir
á íslandi.
Blábrystingur (Luscinia svecica) fannst í Skarðshlíð
undir Eyjafjöllum 13. október. Fuglinn er fremur
sjaldséður hér á landi og barst sennilega til landsins
með austanátt frá Skandinavíu.
Elrigreipur (Empidonax alnorum) sást á svipuðum
slóðum í Kverkinni undir Eyjafjöllum 10. október.
Uppruni þessa spörfugls er í Ameríku og er þetta
fyrsti fundur tegundarinnar í Evrópu. Nokkrar aðrar
amerískar fuglategundir sáust á svipuðum tíma og
hafa sennilega borist til landsins með kröppum
haustlægðum frá austurströnd Norður-Ameríku. í
þessum hópi var norðuramerískur spörfugl,
bláskríkja (Dendroica caerulescens) sem fannst í
Heimaey í annað sinn á Islandi þann 17. október. Tíu
dögum síðar sást náskyld norðuramerísk tegund,
grænskríkja (Dendroica virens) í fyrsta sinn á íslandi
svo staðfest sé, í skógarlundi norðan Grindavíkur.
Hryggleysingjar
Sitkalús (Elatobium abietinum) herjaði á greni í
Reykjavík yfir vetrarmánuðina einsog gjarnan þegar
vetur eru mildir. Mikið bar á skordýrum þegar líða
tók á sumarið sem einnig má rekja til hagstæðs
tíðarfars undangengna vetur og vor.
í ágúst sást víða til kóngasvarma (Agrius
convolvuli), flökkufiðrilda sem lifa aðallega í S-Evrópu
og Afríku. Vænghaf fiðrildanna er allt að 11
sentímetrar og hafa þau mikla flughæfileika.
Sennilegt er að þau hafi borist til landsins með
sterkum vindum frá Evrópu.
Spánarsnigill (Arion lusitanicus)
fannst í fyrsta sinn í Reykjavík síðsumars. Hann hefur
borist frá heimahögunum í Suður-Evrópu norður á
bóginn á undanförnum áratugum en hefur ekki
fundist hér á landi fyrr en nú. Snigillinn er 7-15 cm á
lengd. Hann getur étið hálfa þyngd sína á dag og við
hagstæðar aðstæður getur viðkoma hans verið mjög
hröð. Snigillinn er ekki algengur né til vandræða í
þurru og röku loftslagi Suður-Evrópu. Uthafsloftslag
með rökum sumrum og mildum vetrum í Norður-
Evrópu virðist hins vegar henta honum mjög vel og
þar er hann víða orðin alræmd plága í
matjurtagörðum.
Ljósmynd:
Erling Ólafsson.
Rjúpa (Lagopus mutus)
Stærð rjúpnastofnsins virtist í sögulegu lágmarki.
Fækkun sem hófst 1998 hélt áfram 2003 og rjúpna-
talningar sýndu fækkun eða kyrrstöðu frá árinu 2002
á nær öllum talningasvæðum. Sveiflur í rjúpnastofn-
inum þar sem um 10 ár líða á milli hámarksára eru
vel þekktar. Síðasta stóra hámarkið var 1955 en síðari
toppar hafa farið stigminnkandi og svo virðist því
sem rjúpnasveiflan sé að sléttast út. Þótt orsakir séu
ekki að fullu Ijósar ákvað umhverfisráðherra að
banna alla rjúpnaveiði í 3 ár frá árinu 2003 (2004 var
bannið stytt í 2 ár).
65