Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn
7°
sókna á þörungum við Færeyjar og
þá á vegum Breska náttúrugripa-
safnsins. í þeim leiðangri söfnuðu
kafarar þörungum í fyrsta sinn og
fundust m.a. um 10 tegundir sem
ekki höfðu fundist áður við
eyjarnar.12 Árið 1994 hófust síðan
rannsóknir á þörungum í tengslum
við BIOFAR-verkefnið eins og áður
var getið. í þeim rannsóknum, sem
stóðu yfir í sex ár, var safnað á fleiri
stöðum en áður hafði verið gert (1.
mynd)4,13,14 og enn bættust við 42
tegundir sem ekki höfðu áður
fundist við eyjarnar. Nú er talið að
um 260 rauð-, brún- og græn-
þörungategundir vaxi við strendur
Færeyja, auk 18 bláþörunga- og
fjögurra gulþörungategunda.4
Þess ber að geta að nokkrar
breytingar hafa orðið á skilgreining-
um tegunda frá því að Borgesen var
uppi. Til dæmis hafa þörungar sem
þá voru taldir til tveggja óskyldra
tegunda í nokkrum tilfellum reynst
vera ólíkir ættliðir í lífsferli sömu
tegundar. Einnig hefur aukin
þekking á útlitsbreytileika og erfða-
fræðilegum skyldleika þörunga á
síðustu árum orðið til þess að
viðurkenndum tegundum innan
mismunandi ætta hefur ýmist
fjölgað eða fækkað. Líklegt er að
nýjar tegundir sem hafa bæst við
listann séu í mörgum tilfellum
tegundir sem hafa vaxið í Færeyjum
þegar fyrri rannsóknir voru gerðar
en farið fram hjá athugendum. Það
er hins vegar ekki útilokað að flóran
hafi breyst í tímans rás og að nýjar
tegundir hafi borist til eyjanna milli
athugana. Dæmi um tegundir sem
næsta víst er að hafi numið land í
Færeyjum á 20. öldinni eru rauð-
1. mynd. Rannsóknastöðvar þar sem þör-
ungum var safnað í BlOFAR-rannsókna-
verkefninu á árunum 1994 til 1999 eru
sýndar með rauðum deplum. Alls var
safnað þörungum á um 90 stöðum við
Færeyjar, frá fjöru niður á um 30 m dýpi.
þörungarnir blóðblaðka og Bonne-
maisonia hamifera. Sú fyrri er stór
(30-40 cm) og mjög áberandi tegund
sem finnst nú um allar eyjamar (2.
mynd). Það er ólíklegt að Borgesen
hafi yfirsést hún. Hin tegundin, B.
hamifera, er slæðingur sem barst úr
Kyrrahafi og fannst í Atlantshafi um
aldamótin 1900. Fyrst fannst hún í
Ermarsundi og hefur síðan smám
saman aukið útbreiðslu sína í
Norður-Atlantshafi. Nokkrar teg-
undir sem Borgesen fann um alda-
mótin 1900 hafa ekki fundist hin
síðari ár. Eflaust er eins farið með
flestar þeirra og „nýju" tegundirnar í
flórunni að þær eru til staðar en
mönnum sést yfir þær, enda oft um
litla þörunga að ræða sem auð-
veldlega fara fram hjá söfnurum.
Nokkrar þessara tegunda eru þó
stórar og áberandi. Það á til dæmis
48