Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 62

Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 62
N áttúru fræðingurinn 5. mynd. Rauðglóandi hraun drýpur fram af klettasnös niður í brimöldu við strönd Surtseyjar. - The redhot flowing lava drop into the foaming sea-surge on the Surtsey shore. Ljósmynd/Photo: Hjálmar R. Bárðarson. var að nokkurt hraunrennsli var þá til sjávar úr gígum í Surtsey. Það tók nokkurn tíma að ferja hópinn hl Surtseyjar og til viðbótar fíutti þyrlan sjónvarpsmann ásamt upptökubúnaði og tvo tæknimenn, sem tóku viðtal við dr. Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. Þetta tók allt töluverðan tíma og dagsbirtan stutt á þessum tíma árs. Þyrlan varð því að fara af stað til Reykjavíkur með sjónvarpsmennina og búnað þeirra í birtu. Ætlun Þorbjöms hafði verið að þyrlan flytti sjódæluna frá Pálsbæ að þeim stað á Surtsey þar sem hraunlækur rann til sjávar, en svo gat ekki orðið þar eð nú var dagur að kvöldi kominn. Það var því ekki um annað að ræða en að reyna að bera dæluna og búnað hennar að þessum hraunlæk. Um kvöldið var þessi gönguferð undir- búin. Dælan var bundin á miðju tveggja spíra úr harðfiskhjöllum, sem rekið hafði í Surtsey, og tveir menn báru spírurnar á öxlum sér, annar að framan og hinn að aftan. Álíka búnaður var útbúinn til að bera brunaslöngurnar. En nú var komið myrkur og ekki var leið að leggja af stað í fyrirætlaða göngu- ferð fyrr en næsta dag. Var því haldið í Pálsbæ, þar matast og síðan lagst til svefns í svefnpokum. Eldsnemma næsta dags, 8. janúar 1967, var matast og síðan lagt af stað í þessa gönguferð með þungar byrð- ar á öxlum. Gönguleiðin var á mjórri sandströnd neðan við nýrunnið úfið hraun úr ágústgígunum. Sjávar- öldurnar skoluðu sandræmuna sí- fellt upp að hraunröndinni, þannig að aðeins var hægt að ganga nokkur skref í einu meðan aldan var á leið niður að sjávarmáli, og síðan varð að standa kyrr meðan aldan brotn- aði uppi við hraunbrúnina. Þetta reyndist sein og erfið ganga, en ekki var viðlit að bera þessar þungu byrðar uppi á úfnu hrauninu. Loks ákváðum við að fara upp á hraun- brúnina til hvíldar og ráða ráðum okkar. Niðurstaðan varð sú að mér var falið að ganga til baka í Pálsbæ og ná þar talstöðvarsambandi við varðskipið Albert sem lá fyrir utan Surtsey. Skyldi farið fram á að fá tvo 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.