Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn
H
12. mynd. Rauðþörungurinn Furcellaria
lumbricalis lifir við norðurmörk lít-
breiðslu sinnar í Færeyjum og hefur ekki
fundist við ísland. Hann er oft áberandi
skammt neðan við neðstu fjörumörk.
Kvarðinn er 2 cm. Teikning: Astrid
Andreasen.
kjarni, ránarkambur, dreyrafjöður,
fiðurþari og kóralþang. Beltisþari og
ýmsir þráðlaga brúnþörungar eru
hins vegar mun meira áberandi á
skjólsælum stöðum en brimasömum
(14. mynd).
Á skjólsælum stöðum í Færeyjum
vex þarategund sem ber heila,
bylgjótta blöðku og hefur langan
stilk sem er þykkastur uppi við
blöðku (15. mynd). Þegar stilkurinn
er skorinn sundur þar sem hann er
sverastur kemur í ljós að hann er
holur að innan (16. mynd). Fyrir
utan þykkingu á stilk líkist þessi þari
mjög beltisþara. Svipaðar þara-
plöntur með holum stilk hafa
fundist á austurströnd Norður-
Ameríku24, hér á landi við Aust-
firði25, við Hjaltland26 og Skotland.27
Borgesen28,10 taldi að hér væri á ferð
sérstök tegund, eyjaþari. Seinni tíma
rannsóknir á æxlun, breytileika í
útliti, erfðaefni og áhrifum um-
hverfisþátta á útlit og lifnaðarhætti,
benda hins vegar úl þess að eyjaþari
sé einungis eitt af mörgum af-
brigðum beltisþara en engu að síður
erfðafræðilega frábrugðinn öðrum
afbrigðum.29'30'31
Ef bera á saman sjóþörungaflóru
Færeyja og Islands er fyrst að nefna
að flóran í Færeyjum líkist mest
þörungaflóru Suðvesturlands en þó
er tegundafjölbreytni ívið meiri við
Færeyjar en hér við land. Þetta stafar
af því að allmargar „suðrænar" teg-
undir hafa norðurmörk útbreiðslu
sinnar við Færeyjar og vaxa ekki við
ísland en á hin bóginn eru fáar
„norðlægar" tegundir sem koma á
móti norðanfrá. Almennt fækkar
tegundum eftir því sem norðar
dregur á norðurhveli jarðar og hita-
stig lækkar. Sjávarhiti er lítið eitt
hærri í Færeyjum en hér að vetrar-
lagi og er það sennilega aðalástæðan
fyrir mun í fjölbreytileika milli
landanna. Annar áberandi munur er
að þangvöxtur í fjöru er meiri hér
við land en í Færeyjum, sérstaklega
þar sem nokkurs brims gætir. Það
stafar m.a. af ákafri beit mararhettu í
Færeyjum eins og áður er vikið að.
Hugsanlega hindrar lágur vetrarhiti
mararhettu í að nema land á íslandi.
Þörunganytjar
Fyrr á öldum voru þörungar nýttir í
Færeyjum, einkum á fernan hátt: 1)
til matar, 2) sem skepnufóður, 3)
sem áburður og 4) til litunar.
Gamlar frásagnir benda til að
þörungar hafi fyrst og fremst verið
nýttir til matar þegar fiskveiðar
brugðust, veturinn var langur og
harður og hungursneyð blasti við.32
Þá sótti fólk í fjöru og tíndi bæði
mararhettu og þörunga til matar. Af
þörungum voru fyrst og fremst
borðuð söl og marinkjami en einnig
eru heimildir um að beltisþari og
maríusvunta væm höfð til matar.7
Fé hefur einnig verið beitt í
fjöruna og át það þá einkum söl. Það
virðist helst hafa verið gert á veturna
eða þar sem lítið var um annað
fóður.7 Rasmussen1 skrifar í fær-
14. mynd. Brúnþörungurinn skollagras
(Chordaria flagelliformis) setur svip á
þörungagróðurinn inni á fjörðum í Fær-
eyjum ásamt öðrum þráðlaga brún-
þörungum. Kvarðinn er 4 cm. Teikning:
Astrid Andreasen.
13. mynd. Þarastrútar (Lacuna vincta) á beit í marinkjarna við Viðareiði á Viðarey.
Ljósm.: Karl Gunnarsson.