Náttúrufræðingurinn - 2005, Blaðsíða 44
N áttúrufræðingurinn
Samhliða fækkun varppara á
talningarsvæðinu í heild fækkaði
hettumáfum við Akureyri úr 866
pörum 1995 í 670 árið 2000. Varp-
stofninn dróst hlutfallslega meira
saman í nágrenni Akureyrar en
annars staðar á athugunarsvæðinu
(úr 56% af heildarfjölda í 51%). Einn
varpstaður bættist við á svæðinu
(Staðarey) en annar datt út (Drottn-
ingarbraut). Á tveimur stöðum
fjölgaði (við Dvergastein og á Kjama-
og Hvammsflæðum) en fækkaði á
þremur (í Krossanesborgum, við
Hundatjöm í Naustaflóa og í ós-
hólmum Eyjafjarðarár). Fyrir utan
vörp sem lögðust alveg af varð hlut-
fallslega mest fækkun í Krossanes-
borgum, 47% (úr 215 í 114 pör), og í
óshólmum Eyjafjarðarár, 31% (úr 416
pömm í 285), en þar fækkaði mest að
fjölda (um 131 varppar). Engir aðrir
staðir á vöktunarsvæðinu vom með
yfir eitt hrmdrað pör hver; flest vom
þau sem fyrr við Tjöm í Svarfaðardal
(70) og við neðanverða Hörgá (55),
svo og við Tungutjöm á Svalbarðs-
eyri (55) en þar urpu engir hettu-
máfar árið 1995.
Árið 2000 var áberandi hve stór
hluti nýrra varpstaða var með færri
en 10 pör, eða 16 (55%) af 29 nýjum
stöðum. Flestir þeirra em út með
Eyjafirði að vestan, í Hörgárdal, á
Gálmaströnd, í Svarfaðardal og
Ólafsfirði. Árið 1995 vom 12 varp-
staðir með færri en 10 pör (38% af
heildarfjölda staða) en 20 (42%) árið
2000. Varpstofninn í Eyjafirði var
mun dreifðari árið 2000 en 1995 og
fækkaði hettumáfum á hverjum
varpstað að meðaltali úr 48 pömm
1995 í 28 árið 2000. Árið 1990 vom að
meðaltali 53 pör á hverjum varp-
stað.3
UMRÆÐA
Árið 2000 var fjöldi hettumáfa á
vöktunarsvæðinu metinn í þriðja
sinn og vom 1325 varppör. Fyrstu
talningunni árið 1990 hafa áður
verið gerð skil,3 en þá fundust 1709
varppör á samtals 32 stöðum (sjá
leiðréttingar í viðauka). Árið 1995
voru 1547 pör, í þetta sinn einnig á
32 stöðum. Frá 1990 hefur varp-
pömm á svæðinu fækkað til muna,
eða alls um 22% á 10 ámm sem
samsvarar 2,5% fækkun að meðaltali
á ári. Á fyrra 5 ára tímabilinu nam
heildarfækkunin 9% en 14% á því
seinna sem bendir til þess að
stofninn dragist örar saman en áður.
Hettumáfar em þekktir fyrir að
færa sig milli varpstaða eftir árum;
nýir staðir em teknir í notkun en
aðrir yfirgefnir, stundum án sýni-
legrar ástæðu.13 Sumir varpstaðir
em varanlegri en aðrir og hafa verið
notaðir óslitið um áratugaskeið. í
Eyjafirði eru það einkum þeir sem
em á óshólmasvæðunum við Eyja-
fjarðará, Hörgá, Fnjóská og Svarf-
aðardalsá. Aðrir em notaðir eitt eða
fá ár í senn og síðan yfirgefnir. Á
varpstöðum hettumáfa verða eimiig
oft töluverðar breytingar á fjölda
varppara milli ára, þótt staðimir séu
áfram í notkun.
Stofnþróun í Eyjafirði er ekki í
samræmi við það sem stundum
hefur verið fullyrt um hettumáfa,
þ.e. að þeim hafi stórfjölgað. Þessu
hefur m.a. verið haldið fram við
Akureyri og að vandamál hafi þar af
leiðandi skapast vegna þeirra.14,15,16,17
Árið 1990 urpu 727 pör í nágrenni
bæjarins, norðan frá Krossanes-
borgum inn á Kjama- og Hvamms-
flæðar, eða 43% af heiidarfjölda
hettumáfa í Eyjafirði. Árið 1995 hafði
þeim fjölgað í 866 pör sem vom 56%
af heildarfjöldanum. Árið 2000 hafði
þeim hins vegar fækkað í 670 pör,
sem var 51% af heildarfjölda hettu-
máfspara í Eyjafirði. Eins og talning-
arnar sýna hefur hettumáfum í
Eyjafirði fækkað stöðugt frá 1990.
Raddir um mikla fjölgun hettumáfa
voru háværastar kringum 1990 en
það væri mikil tilviljun ef fækkun
þeirra hefði hafist einmitt þá. Önnur
gögn benda einmitt til að fækkunin
hafi hafist mun fyrr. Talningar á átta
varpsvæðum í Eyjafirði árið 1980
gáfu samtals 450 varppör (skrá yfir
sjófuglabyggðir á Islandi, óbirtar
uppl.) en árið 1990 urpu 362 pör á
sömu stöðum. Á þessum áratug
dróst varpstofn hettumáfa því
saman um 20%, eða að meðaltali
2,2% á ári, sem er nánast sama
fækkun og átti sér stað á árunum
1990 til 1995 (2,0%). Fjöldi hettumáfa
á þessum átta svæðum var nærri
fjórðungur varppara á athugunar-
svæðinu í Eyjafirði á níunda ára-
tugnum og eflaust lýsandi fyrir
breytingar á svæðinu í heild. í raun
fækkaði hettumáfum því í Eyjafirði á
sama tíma sem fullyrðingar um
fjölgun voru sem háværastar. Þó
kann að vera að hettumáfsbyggðir í
næsta nágrenni Akureyrar hafi
vaxið á þessum árum, en ef svo er þá
hefur varppörum fækkað þeim mun
meir annars staðar í Eyjafirði.
Ástæður þessara stofn- og út-
breiðslubreytinga geta verið mis-
munandi eftir stöðum, t.d. mismun-
andi vatnshæð, óhófleg eggjatínsla,
ólögleg skotmennska, óhófleg
truflun og fleira kemur til greina.10
Þessir þættir hafa fyrst og fremst
áhrif á dreifingu fuglanna frekar en
stofnstærð. Veigamesta ástæða
stofnbreytinga er eflaust framboð
ætis á fæðusvæðum fuglanna. Ekki
hefur verið rannsakað hvort skortur
hafi verið á heppilegu æti á þeim
svæðum þar sem hettumáfar hættu
að verpa. Þá er heldur ekki vitað hve
langt hettumáfar leita frá varp-
stöðvum til ætisöflunar. Greinilegt
er að æti fyrir hettumáfa er sérdeilis
ríkulegt á og við Akureyri, enda leita
fuglamir talsvert inn í bæinn. Vel
ræktaðar grasflatir í húsagörðum og
á opnum svæðum eru óspart notað-
ar til ætisöflunar, ekki síst síðsumars
þegar ungarnir em kornnir á flug.14
Hettumáfar em auk þess duglegir
að tína upp það sem til fellur frá
mannfólkinu.15
Hettumáfum hefur hugsanlega
fækkað í Eyjafirði vegna samkeppni
við stormmáfa um æti. Stormmáfum
hefur fjölgað verulega á svæðinu á
undanförnum árum (7,8% á ári á
tímabilinu 1980-2000) en þessi
hugmynd hefur þegar verið viðruð í
grein um vöktun stormmáfa í
Eyjafirði.4 Skipulegra rannsókna er
þörf áður en unnt er að fullyrða
nokkuð þar um. Þetta mætti kanna
að hluta með því að skoða tiltæk
gögn um hettumáfa á nærliggjandi
svæðum og vakta t.d. á þeim
svæðum í Skagafirði og Suður-
Þingeyjarsýslu þar sem engir storm-
42