Náttúrufræðingurinn - 2005, Side 69
Sveinn P. Jakobsson
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
IARÐFRÆÐIRÁÐSTEFNAN 2008
Alþjóða-
Stór alþjóðleg ráðstefna er haldin á vegum Alþjóða jarðfræðisambandsins
fjórða hvert ár að jafnaði. Síðast var ráðstefnan í Flórens á Ítalíu í ágúst 2004
og þar var ákveðið að næsta ráðstefna verði haldin í Osló árið 2008 á vegum
norrænu aðildarlandanna í sameiningu. Þessi alþjóðlega jarðfræðiráðstefna
er með stærstu samkomum jarðfræðinga, til Flórens komu þannig um 7400
manns frá 117 þjóðlöndum.
ÁLÞJÓÐA JARÐFRÆÐH
SAMBANDIÐ
Alþjóða jarðfræðisambandið (Inter-
national Union of Geological
Sciences, IUGS) var stofnað 1961.
Það starfar iiman vébanda Alþjóða-
ráðs vísindasambanda (Intemation-
al Council of Scientific Unions,
ICSU) og er núorðið ein virkasta og
stærsta alþjóðlega vísindastofnunin.
ísland hefur verið aðili að sam-
bandinu frá byrjun. Fjöldi aðildar-
landa er nú 117 og í þessum löndum
er alls um hálf milljón jarðfræðinga.
í hverju landi er landsnefnd;
íslenska nefndin hefur undanfarin
átta ár verið skipuð fulltrúum frá
Háskóla íslands, Jarðfræðafélagi
íslands, Náttúrufræðistofnun ís-
lands, Norrænu eldfjallastöðinni og
Orkustofnun. Landsnefndin hefur
verið vistuð hjá umhverfisráðu-
neytinu, en þar eru nú til athugunar
breytingar á skipan nefndarinnar.
Umliverfisráðuneytið greiðir aðild-
argjald íslendinga að Alþjóða jarð-
f ræðisambandinu.
Markmið Alþjóða jarðfræðisam-
bandsins er í stuttu máli að efla og
kynna jarðfræðirannsóknir á breið-
um grunni og auðvelda alþjóðleg
samskipti jarðfræðinga. Það hefur
komið sér upp góðri heimasíðu,
(http://www.ings.org). Sambandið
gefur út tímaritið Episodes og kemur
það út fjómm sinnum á ári. Tíma-
ritinu er dreift á helstu rannsókna-
bókasöfn hérlendis, en útdráttum
greina má einnig fletta upp á netsíðu
sambandsins. Skrifstofa Alþjóða
jarðfræðisambandsins er í Þránd-
heimi og greiða Norðmenn allan
kostnað af rekstri hennar.
Eins konar forveri Alþjóða jarð-
fræðisambandsins var sérstakt ráð,
sem bar nafnið Alþjóða jarðfræði-
ráðstefnan (Intemational Geological
Congress, IGC). Það var stofnað
1875 og hafði þann tilgang að standa
fyrir alþjóðlegum jarðfræðiráðstefn-
um á þriggja til fjögurra ára fresti.
Fyrsta ráðstefnan var svo haldin í
París 1878, sjá 1. töflu. Síðan 1964
hefur IUGS í raun séð um Alþjóða
jarðfræðiráðstefnurnar og í Flórens í
ágúst síðastliðnum var endanlega
samþykkt að leggja skuli IGC-ráðið
niður þannig að framvegis verða
þessa ráðstefnur formlega alfarið á
vegum IUGS.
Margar framkvæmdanefndir (e.
commissions) hafa starfað á vegum
Alþjóða jarðfræðisambandsins og
hafa sumar þeirra haft veruleg áhrif á
þróun ákveðinna vísindagreina.
Alþjóða framkvæmdanefndin um
jarðlagafræði (Intemational Commis-
sion on Stratigraphy, ICS) stýrir
fjölda undimefnda sem hafa beitt sér
fyrir samræmingu skilgreininga á
hugtökum er snerta jarðlög og jarð-
sögu. Framkvæmdanefnd um flokk-
un bergtegunda (Commission on
Systematics in Petrology, CSP) hefur
einnig verið mjög virk. Hún hefur
komið með ítarlega útfærðar tillögur
um flokkun storkubergs (sjá Le
Maitre (ritstj.): Igneous Rocks, a
Classification and Glossary of Terms,
2nd Edition, Cambridge 2002). Vinna
við tillögur að flokkun myndbreytts
bergs og setbergs virðist vera komin
vel á veg. Þá hafa margar verkefna-
nefndir starfað tímabundið fyrir Al-
þjóða jarðfræðisambandið. Nýjasta
raimsóknarverkefnið (e. project) af
þessu tagi er „Læknisfræðileg jarð-
fræði" (Medical Geology) sem fjallar
m.a. um áhrif grunnvatns, jarðvegs
og jarðgmnns á heilsufar manna.
Náttúrufræðingurinn 73 (1-2), bls. 67-70, 2005
67