Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 2005, Page 38
Náttúrufræðingurinn 6. mynd. Kolbeinseyjarvísur, upphaf kvæðisins í JSig. 84. 8vo. (Ljósmynd frá hand- ritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns.) aldrei verður vitað hvaða berg þetta var. Líklega er hér um að ræða mis- munandi ásýndir basalts. Kolbeins- ey er talin mynduð í eldgosi, líkt og Surtsey, fyrir 5-10 þúsund árum.10 í dag má hugsa sér að tvær tegundir bergs séu í eynni, þétt basalt og frauðkennt basalt. Ef leifar eldgíga eða gígrásar hafa verið ofansjávar á þessum tíma hefðu þær vafalaust skorið sig svo úr öðru bergi að rétt- lætanlegt hefði verið að telja bergið þar sérstaka tegund. Móbergsklettar gætu einnig hafa verið þar, en um þetta verður fátt fullyrt. Seinna í vísunni nefna þeir fugl- ana, langvíu, geirfugl og fýlung. Fuglafræðingum kemur vafalaust ekki á óvart að þessar tegundir hafi verpt í Kolbeinsey. Það má velta því fyrir sér hvort geirfuglinn hefði orðið langlífari sem tegund ef sjávar- rofið hefði ekki eytt þessari afskekkt- ustu fuglabyggð við ísland. Ef til vill lifði hann þá enn í dag. I síðustu hendingunum segir að þeir hafi séð mikið af fýlung en ekkert fengist við hann því hann var á eggjum og því magur. Fýllinn, fýlungurinn eða bjargfýlingurinn var sjaldgæfur fugl. Það var ekki fyrr en á 19. öld að fýl tók að fjölga ótæpilega og nú er hann orðinn einn algengasti fugl við strendur Iandsins. Hér sést fugls- heitið fýlungur í fyrsta skipti í ritaðri heimild, en til forna var fuglinn nefndur fúlmár og af því er hið latneska heiti hans dregið, Fulmarus borealis. I íslenskum fuglafræðiritum er víða talið að um aldamótin 1700 hafi aðeins ein fýlabyggð verið við landið, þ.e. í Grímsey. Hér kemur í ljós heimild um mikla fýlabyggð í Kolbeinsey sem fuglafræðingar hafa ekki vitað af. Jafnframt er þetta elsta örugga frásögn um varp þessarar tegundar við ísland. Þeir Hvann- dalabræður virðast hafa kannast vel við fýlinn og því hefur hann sennilega verið algengur fyrir Norð- urlandi á þeirra tíð. Síðasta vísan bætir litlu við lýsinguna en þó því að enginn gróður hafi verið í eynni, einungis grýttir hólar og gjár. Áður hafði þó verið minnst á þara í fjöru. í næstu erindum er sagt að þeir bræður hafi 36 dvalið í eynni fimm dægur, veitt 800 fugla (eða 960 ef átt er við stór hundruð) tekið egg í stórum stíl og auk þess dregið töluvert af þorski. Gaman hefði verið að vita hvernig þeir náðu öllum þessum fugli. Geirfuglinn hafa þeir elt uppi og fangað í net en líklegast er að þeir 7. mynd. í Kolbeinsey var geirfuglabyggð. Ekki er vitað hvenær hún lagðist af en samkvæmt heimildum var varp að mestu horfið úr eynni á 19. öld. Það má velta því fyrir se'r hvort geirfuglinn hefði orðið langlífari sem tegund ef sjávarrofið hefði ekki eytt þessari afskekktustu fuglabyggð við ísland. Ef til vill lifði hann þá enn í dag. (Teikning: ]ón Baldur Hlíðberg.) hafi náð mestu af langvíunni með flekaveiði. Þeir voru á vegum Hóla- biskups og menn hans stunduðu flekaveiðar í stórum stíl við Drangey á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.