Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 7
ÁGÚST H. BJARNASON
Glómosi
(.Hookeria lucens (Hedw.) Sm.) í
Eldborgarhrauni, Kolbeinsstaðahreppi
Undanfarin ár hefur höfimdur reynt
að líta eftir gróðri hér og hvar, efitir því
sem tiltök hafa verið til þeirra hluta. A
ferðian þessum hejur allnokkru verið
safnað af plöntum, bœði há- og lág-
plöntwn. Smám saman hejur verið
unnið úr efninu. Enda þótt hœgt hafi
miðað, einkum sökwn aðstöðuleysis og
vöntunar á safneintökum til að bera
saman við, hejur allnokkuð komið i
Ijós sem telja má til nýlundu um teg-
undir og útbreiðslu þeirra. Ekki hejur
verið hirt um að birta niðurstöður
þessar nema að mjög litlu leyti.
Tilgangur þessarar greinar er
einkum sá að vekja athygli á
mjög sérstæðu gróðurfélagi, sem
þrífst vestur í Hnappadal og fáir
hafa vitað um, og í annan stað að geta um
nýfundna mosategund sent þar vex.
Tildrögin voru þau að síðastliðinn vetur
las höfundur greinina Jarðhitasvœði eftir
Helga Torfason jarðfræðing, sem birtist í
bókinni Islensk votlendi - verndun og
nýting (bls. 89-99). Þar getur Helgi urn
jarðhitastað við Eldborg í Hnappadalssýslu,
þar sent hefur „dafnað mikið og fallegt jurta-
samfélag“, eins og segir í greininni.
Agúst H. Bjarnason (f. 1945) lauk doktorsprófi í
grasafræði (vistfræði) við háskólann í Uppsölum
(Vaxtbiologiska institutionen) 1991. Hann stundar
athuganir í grasafræði á eigin vegum en hefur
framfæri af annarri vinnu.
Á liðnu sumri lagði höfundur því leið sína
fyrir forvitnissakir vestur í Hnappadal.
Haukur bóndi Sveinbjörnsson á Snorra-
stöðum vísaði á staðinn í Eldborgarhrauni,
sem liggur utan alfaraleiðar.
■ ELDBORGARHRAUN
Áður en lengra er haldið skulu rifjuð upp
örfá atriði um Eldborgarhraun í Kolbeins-
staðahreppi, eða Borgarhraun eins og það
er nefnt í sögum. Hraunið, sem er 33,4 km2, er
kennt til Eldborgar, stærsta gígs af fimm á
norðvestlægri sprungu.
Eldborg var áður kölluð „á Mýrum" en nú
er jafnan skrifað íbókum „í Hnappadal“. Hér
er þess að gæta, að Mýrar höfðu fyrrum
miklu víðari merkingu, eins og kemur fram í
fomum ritum. I Egils sögu er sagt að Skalla-
Grímur nam ... „Mýrar allar út til Selalóns og
hið efra til Borgarhrauns"; í Bjarnar sögu
Hítdælakappa segir að Þórður í Hílarnesi búi
á Mýrum (sbr. vísupartinn: „En fyr einum
runni / ægis dýrs og Mýrar“); í Grettis sögu
er Mýrar haft um Kolbeinsstaðahrepp (sbr.
vísu 48: „En fyr mér um Mýrar“ o.s.frv.).
Kunn er sagan í Landnámabók um upp-
komu elds í Borgarhrauni; þar segir svo um
Sel-Þóri á Ytra-Rauðamel: „Þá var Þórir
gamall ok blindr, er hann kom út síð um
kveld ok sá, at maðr reri útan í Kaldárós á
járnnpkkva, mikill ok illiligr, ok gekk þar upp
til bæjar þess, er í Hripi hét, ok gróf þar í
stóðulshliði; en um nóttina kom þar upp
Náttúrufræðingurinn 69 (2), bls. 69-76, 2000.
69