Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 13
6. mynd. Hraungjóta; burkninn er skollakambur. - An opening to a hole in the lava field; thefern /'.vBlechnum spicant. Ljósm./photo Á.H.B. (16. júlí 1999). Plagiothecium cavifolium (holtaglit) Pohlia spp. (skartmosar) Polytrichastrumformosum (kjarrlubbi) Polytrichum juniperinum (jarphaddur) Ptilidium ciliare (móatrefja) Radula complanata (skorusepi) Rhizomnium pseudopunctatum (heiðafaldur) Rhytidiadelphus loreus (urðaskraut) Saelania glaucescens (blámosi) Sphagnum subnitens (fjóluburi) Timmia bavarica (gjótutoppur) Weissia controversa (hagahnýsill) Sú tegund sem kom skemmtilegast á óvart var Fissidens osmundoides (vætufjöður), en hún óx næst glómosa og sums staðar rfktu þær saman. Þetta er einmitt algengasta fylgitegund glómosa annars staðar á Norðurlöndunt ásamt lifrarmosanum Trichocolea tomentella; hann fannst þó ekki, en ekki er loku fyrir það skotið að hann geti leynst þama. Að sjálfsögðu er ofangreindur listi ekki tæmandi, því að allmargar aðrar tegundir vaxa á svæðinu. Tíminn, sem staldrað var þarna við, nægði hvergi til þess að kanna svæðið nema að mjög litlu leyti, og enn hefur ekki verið unnið úr öllum efniviði sem var safnað. Óhætt er samt að fullyrða að jarðhitastaður þessi sé meðal sérstæðustu búsvæða hér á landi og er ótvírætt verður ítarlegrar könnunar, hafi einhver bolmagn til þess að kosta hana. Sem stendur er staðnum engin hætta búin af átroðningi, enda utan alfaraleiðar, en samt er nauðsynlegt að vera á varðbergi. ■ ÞAKKARORÐ Það er Hauki Sveinbjörnssyni á Snorra- stöðum að þakka að höfundur rataði í Þjófliellisrjóður. Pálína Héðinsdóttir bóka- safnsfræðingur á Náttúrufræðistofnun Islands var höfundi sem oft áður innan handar við að útvega heimildir. Bjarni Rich- ter tók smásjármyndir. Guðrún Gísladóttir 75

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.