Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 16
mann dönsku sjókortastofnunarinnar. I
þessu merka riti er að finna hafnartíma
helstu hafna á landinu en engar flóðtöflur. I
síðara leiðbeiningarriti fyrir farmenn (Den
islandske Lods, 2. bindi, Khöfn 1898) er auk
hafnartíma fjölmargra staða birt flóðtafla
fyrir einn stað, Stykkishólm. Sú taila sýnir
flóðtíma dagsins eftir hágöngutíma tungls,
fyrir hverja heila stund í hágöngutíma.
■ töflur kommandörs
HAMMERS
Flóðtöflur fyrir Island, með nútímasniði,
munu fyrst hafa birst í íslandsalmanakinu
1904, þ.e. í Almanaki Háskólans og þá um
leið í Almanaki Þjóðvinafélagsins. Töflumar
voru tvær og var önnur þeirra spá urn
árdegisháflóð í Reykjavík árið urn kring en
hin taflan sýndi misrnun á flóðtíma í
Reykjavík og 42 stöðum öðrum kringum
landið. Um þessar nýju töflur segir svo í
almanakinu:
„Yfirmaðurinn á varðskipinu við Island
1902 hefir samið og skýrt frá heimildar-
atriðum þeim, sem töflur þessar fela í sér.
Þau eru samin aðallega eftir athugunum,
sem íslenskir athugarar gerðu sama árið á
þessum stöðum."
Þessi klausa fylgir flóðtöflum almanaksins
allt fram til ársins 1923. Ef ekki væri við aðrar
heimildir að styðjast, værum við næsta
ófróð urn það hvernig þessar töflur voru
reiknaðar. En Þjóðvinafélagsalmanakið fyrir
árið 1904 geymir, auk flóðtöflunnar fyrir
1904, sérstaka skrá yfir háflóð í Reykjavík
1903 sem nær yfir síðustu mánuði þess árs.
Skráin er sögð eftir „kommandör R.G. Ham-
mer“ og eins og lesandinn rennir sjálfsagt
grun í er það einmitt yfiiTnaðurinn sem fyir er
getið. Svo heppilega vill til að varðveist
hefur greinargóð skýrsla sem Hammer skip-
herra sendi danska flotamálaráðuneytinu 5.
mars 1902. Þessi skýrsla lýsir mælingum sem
Hammer stjórnaði við íslandsstrendur árið
1901, útreikningum hans og niðurstöðum.
Fer ekki á milli mála að þetta er sá grunnur sem
fyrstu flóðaspár almanaksins voru reistar á.
Skulu nú rakin nokkur atriði úr skýrslu Ham-
mers.
Skonnortan Díana, sem Hammer stjórn-
aði,komtil íslandshinn ló.júní 1901 og var
hér við land til 8. september, aðallega við
dýptarmælingar en einnig við mælingar á
sjávarstöðu. Síðarnefndu mælingarnar fóru
fram samfellt frá 25. júní til 9. ágúst, í 45
daga. Settur var upp sjávarstöðumælir við
endann á Zimsensbryggju í Reykjavík og
lesið af mælinum á klukkustundarfresti. Á
daginn sá skrifstofumaður hjá Zimsen um
aflesturinn en á nóttunni næturvörður
lögreglunnar í Reykjavík. Hammer vann
síðan úr mælingum þessum og setti niður-
stöðumar fram í töflum og línuritum.
Ekki er rúm til að rekja allar niðurstöður
Hammers hér og verður því aðeins stiklað á
stóru. Hið fyrsta sem Hammer gerði var að
ákvarða hafnartíma Reykjavíkur. Niður-
staðan, 4 stundir og 58 mínútur, var í góðu
samræmi við eldri mælingar en mun ná-
kvæmari. Við samanburð á tíma háflóðs og
háfjöru í Reykjavík þóttist Hammer sjá að
fjaran væri því sem næst mitt á milli flóðanna
á undan og eftir.
Þá gerði Hammer töflur sem sýndu
hvernig finna mætti flóðtímann þegar tungl
væri hvorki fullt né nýtt heldur einhvers
staðar þar á milli og áhrif tungls og sólar því
misverkandi. Þetta olli fráviki frá hafnar-
tímanum um allt að 35 mínútur í aðra áttina
og 55 mínútur í hina, frá +35 mín. til -55 mín.
samkvæmt útreikningum Hammers.
í þriðja lagi reiknaði Hammer út töflu sem
sýndi hvaða áhrif mismunandi fjarlægð tungls
hefði á flóðtímann. Þar var um að ræða
leiðréttingu á bilinu frá +22 mín. til -25 mín.
Loks setti Hammer upp töflu um mismun
flóðtíma í Reykjavík og 37 öðrum stöðum á
landinu. Þar studdist hann yfirleitt ekki við
eigin mælingar heldur eldri upplýsingar sem
hann taldi misjafnlega áreiðanlegar. Þó segir
hann frá eigin athugunum í Hafnarfirði og
telur sig hafa fundið 50 mínútna mun á
flóðtíma þar og í Reykjavík. Sætir það
nokkurri furðu, því að sú tala er fjarri lagi;
munurinn er ekki umtalsverður. Þessi tafla
Hammers er alls ekki sama taflan og sú sem
síðan birtisl í almanakinu 1904. Bendir það til
78