Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 18
þess að athuganir hafi verið gerðar árið 1902 til að ákvarða betur tímamismuninn milli Reykjavíkur og annarra staða og að það séu þær athuganir sem íslenskir „athugarar" gerðu samkvæmt frásögn almanaksins. Þess skai og getið að skrá Hammers yfir háflóð í Reykjavík 1903, sem birtist í Almanaki Þjóðvinafélagsins, fylgdi tafla yfir tíma- mismun þar sem flestar fyrri tölur höfðu verið leiðréttar, þar á meðal talan fyrir Hafnarfjörð. Hammer gerði sér fulla grein fyrir þeirn skekkjum sem kynnu að vera í niðurstöðum hans sökum ónógra athugana. Honum var jafnljóst að á stöðum úti á landi nægir ekki að leiðrétta Reykjavíkurtímann með fastri tölu, því að munurinn getur verið breytilegur frá einum tíma til annars. I skýrslu sinni leggur hann áherslu á að koma þurfi upp sjávarhæðarmælum á mörgum stöðum við íslandsstrendur til að sjávarfallaspár geti orðið sæmilega nákvæmar og segir að Danir megi ekki dragast allt of langt aftur úr öðrum þjóðum á þessu sviði. Þessari ábendingu Hammers var ekki sinnt. Hið eina sem menn gerðu næstu áratugina var að ákvarða með meiri nákvæmni meðaltímamun milli háflóðs í Reykjavík og háflóðs annars staðar við landið og fjölga samanburðarstöðum. Þegar flóðtöflur Almanaks Háskólans frá þessum árum eru kannaðar, kemur í ljós að í spánni er aðeins tekið tillit til tveggja af þeim þremur þáttum sem Hammer ákvarðaði: tímans þegar tungl er í hágöngu og afstöðu tungls til sólar. Flest bendir til að sú aðferð hafi verið notuð að taka hafnartíma Reykja- víkur og leiðrétta hann eftir því hvað klukkan var að sönnum sóltíma þegar tungl var í suðri. Breytileg fjarlægð tungls virðist ekki hafa verið tekin með í reikninginn þótt vissulega hefði mátt nota töflur Hamnrers í því skyni. Líklega hafa menn ákveðið að spara sér tíma við útreikningana og sætta sig við ónákvæmari spá. Árið 1923 flyst urnsjón og útgáfa Almanaks Háskólans alfarið til Islands þegar þeir Olafur Daníelsson og Þorkell Þorkelsson taka að sér stjörnufræðilega útreikninga sem áður voru unnir í Dan- mörku. Næstu áratugina er þess ekki getið hvaða mælingar liggi að baki flóðaspánum, en athugun á töflunum bendir til þess að þær hafi verið unnar með sarna hætti og áður. Eina sjáanlega breytingin er sú að þeir Ólafur og Þorkell hætta að sýna flóðatölur með einnar mínútu nákvæmni, en námunda þess í stað allar tölur að fimm mínútum. Verður að telja það skynsamlega ákvörðun. Eins og fyrr er sagt varð Almanak Há- skólans fyrst til að birta flóðtöflur hérlendis með nútímahætti. Ekki leið þó á löngu þar til farið var að gefa út sérstakt „Alnranak handa íslenskum fiskimönnum“. Hóf það göngu sína árið 1914, „að tilhlutun Stjómarráðsins í samráði við foringjann á varðskipinu“ eins og segir á forsíðu. I þessu fyrsta fiski- mannaalmanaki voru ýmsar gagnlegar upp- lýsingar fyrir sjómenn, en framan við þær var einfaldlega heft Almanak Háskólans með flóðtöflum þess. Þannig var þetta fiskimannaalmanak gefið út til ársins 1924. Þá varð breyting á sniðinu; Almanak Háskólans var ekki lengur tekið upp í heild sinni, en flóðtöflurnar voru áfram þaðan fengnar. Árið 1925 var nafninu breytt í „Sjómannaalmanak", og ári síðar tók Fiski- félag íslands við útgáfunni. Með breyting- unni 1924 urðu flóðtöflurnar ítarlegri en í Almanaki Háskólans því að getið var bæði árdegisflóðs og síðdegisflóðs. Tölurnar um árdegisflóð voru hinar sömu og í Almanaki Háskólans svo að reikningsaðferðin hefur verið sú sama, en frágangur bendir til þess að fleiri hafi komið þar að verki en þeir Ólafur og Þorkell. ■ aðferð thomsons Miðað við þá tækni sem tíðkaðist úti í heimi var þessi sjávarfallaspá á fslandi afar fátækleg. Helstu siglingaþjóðir eins og Bretar og Bandaríkjamenn, svo og Frakkar og Þjóðverjar, höfðu lengi lagt mikla áherslu á þetta verkefni. Löngu fyrir aldamót hafði breski vísindamaðurinn William Thomson (síðar Kelvin lávarður) lagt grunninn að þeirri aðferð sem enn er notuð við sjávar- fallaspár og hannað fyrstu reiknivélina sem sérhæfð var til slíkra reikninga (1873). Fleiri 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.