Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 19
lögðu hönd á plóginn, sífellt fullkomnari
vélar voru smíðaðar og þegar fram í sótti
tóku Bretar að sér útreikninga á sjávarfalla-
spám fyrir fjölda hafna um allan heirn.
Aðferð Thomsons var í því fólgin að
greina orsakir sjávarfallanna í einfaldar
sveiflur þar sem hverri sveiflu er lýst með
tveimur stuðlum. Annar stuðullinn táknar
stærð sveiflunnar en hinn upphafsstöðu
hennar á tilteknum tíma. Stuðlarnir eru
reiknaðir út frá athugunum á sjávarföllum
á hverjum stað og þær athuganir þurfa að
ná yfir sem lengstan tíma, helst ekki minna
en eitt ár. Margar af sveiflunum eru svo
smáar að unnt er að sleppa þeim án þess
að spáin raskist að marki. Mælingar Hant-
mers árið 1901 hefðu nægt til að finna
bráðabirgðagildi fyrir þrjár helstu sveifl-
urnar í Reykjavík, en eins og áður segir
voru niðurstöður Hammers aðeins nýttar
að hluta og má því segja að spárnar hafi
tekið tillit til tveggja sveiflna.
Eiginlegir sveiflustuðlar sjávarfalla við
Island voru ekki ákvarðaðir fyrr en í
heimstyrjöldinni síðari, að breski sjó-
herinn mældi sjávarhæð á sex stöðum hér
við land. Var það árið 1940. Mælt var í allt
að mánaðartíma á hverjum stað og á þeirn
grundvelli ákvarðaðir stuðlar fyrir níu
sveiflur. Sjávarfallaspár fyrir Reykjavík,
reiknaðar í Bretlandi, birtust á næstu árum
í töflum breska flotamálaráðuneytisins
(Admiralty Tide Tables). Þessar töflur
voru mun nákvæmari en þær töflur sem
birtust á sama tíma í Almanaki Háskólans
og Sjómannaalmanakinu þar sem enn var
stuðst við gömlu reikniaðferðina. At-
hugun á tölum fyrir janúarmánuð 1950
sýnir að meðalskekkjan í íslensku töflun-
urn er 10 mínútur en í þeirn bresku aðeins 4
mínútur. Hámarksskekkja í íslensku töfl-
unum er 24 mínútur en 9 mínútur í þeim
bresku. Með skekkju er hér átt við frávik
frá nákvæmustu spá sem nú er unnt að
gera.
Engin breyting varð til batnaðar á
íslenskum sjávarfallatöflum fyrr en á sjötta
áratugnum. Þá voru Sjómælingar íslands
komnar til sögunnar og höfðu fengið fyrsta
síritandi sjávarhæðarmælinn sem kornið var
fyrir á Ingólfsgarði. Sá rnælir var í notkun allt
árið 1951. Eftir þeirn mælingum reiknaði
sjávarfallastofnunin í Bretlandi nýja sveiflu-
stuðla og síðan töflur um sjávarföll sem
Sjómælingar íslands gáfu út árið 1954. Þar
var birt spá um hvort tveggja, flóð og fjöru,
og auk tímans var getið um sjávarhæð eins
og gert hafði verið í töflum breska flota-
málaráðuneytisins. Utdráttur úr þessum
nýju töflum var birtur í Almanaki Háskólans.
Þá var aftur farið að tilgreina tölur upp á eina
mínútu í stað flmm. Lengi vel sýndi Almanak
Háskólans aðeins árdegisflóðið, en árið
1971 var síðdegisflóðinu bætt við. Sama ár
tók Sjómannaalmanakið að birta töflur Sjó-
mælinganna í heild sinni. Arið 1955
eignuðust Sjómælingarnar nýjan mæli og
hófst samfelld skiáning með honum árið
1956. Síðari töflur Sjómælinga íslands
styðjast við stuðlagreiningu ársins 1963 og
meðalhæð sjávar 1956-1975.
■ forrit wallners
Eftir að tölvuöldin gekk í garð og Háskóli
íslands fékk sína fyrstu tölvu (1964) var
farið að ræða um að reikna sjávarföllin
hérlendis, enda var nú ekki lengur þörf fyrir
sérhannaðar reiknivélar til þess verks.
Samning tölvuforrits í þessu skyni var þó
tímafrekt verkefni og dróst sú framkvæmd á
langinn. Útreikningar sjávarfalla fóru því
fram í Bretlandi enn um hríð. Erlendis komu
fram tölvufoiTÍt til sjávarfallareikninga og
var kanadískt forrit til athugunar við
Háskóla íslands um skeið (1968-1969).
Jónas Elíasson verkfræðingur lagaði það
forrit að íslenskum aðstæðum fyrir Sjó-
mælingar íslands og var það notað til
samanburðar við eldri mælingar, en ekkert
varð af notkun þess við spár fram í tímann.
Arið 1987 fékk höfundur þessarar greinar
fregnir af álitlegu forriti sem Bandaríkja-
maðurinn Edward P. Wallner hafði samið.
Fyrsta útgáfan af því forriti var prófuð á
Raunvísindastofnun Háskólans 1988. For-
ritið reyndist vel og var næsta útgáfa þess
tekin í notkun við sjávarfallareikninga
81