Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 22
hæðartölunum. Mynd 3a sýnir frávikin frá töflum Sjómælinganna en mynd 3b frávikin frá forriti Olafs. Arssveiflan sem þarna kemur fram mun aðallega stafa af áhrifum veðurfars. Er svo að sjá sem viðkomandi sveiflustuðlar hjá Olafi séu nær lagi en þeir sem áður hafa verið notaðir, því að minna ber á árssveiflunni í mynd 3b en í mynd 3a. Sá sveifluþáttur sem líklega skiptir mestu máli í þessu samhengi nefnist árleg sól- sveifla (táknuð með skammstöfuninni ,,Sa“), en stærð hennar er mun minni hjá Ólafi en í reikningum Sjómælinganna. Rétt er að taka fram að stundum var erfitt að lesa af riti sjávarhæðarmælisins, m.a. vegna áhrifa vissra sjávarsveiflna. Eykur það dreifingu punktanna, en jafnmikið á öllum myndunum. Stærstu frávikin stafa sennilega af þess háttar eða öðrum aflestrar- villum. Af myndunum má ljóst vera að sjávar- fallaspám er alls ekki treystandi upp á mínútu í tíma eða upp á sentimetra í hæð. Vissara er að gera ráð fyrir að tímaskekkjan geti numið 25 mínútum eða svo og hæðar- skekkjan 30 cm. Skekkjurnar stafa aðallega af áhrifum veðurs sem ekki er unnt að sjá fyrir þegar spáin er reiknuð. Vegna þessarar óvissu er sjávarhæð ekki lengur sýnd í sentimetrum, hvorki í töflum Sjómælinga íslands né í Almanaki Háskólans. Nú er látið nægja að tilgreina hæðartölur með tíu sentimetra nákvæmni (0,1 m). Töflur Sjó- mælinganna sýna hæð allra sjávarfalla en í Almanaki Háskólans hefur hæðin aðeins verið sýnd við háflóð í stórstreymi. Að lokum skal þess getið, þó að það snerti ekki meginefni þessarar greinar, að athug- anir Ólafs Guðmundssonar á sjávarhæð í Reykjavíkurhöfn árin 1956-1989 leiddu til þeirrar niðurstöðu að sjávarborð hafi hækkað jafnt og þétt um 2,4 mm á ári, eða sem svarar 24 cm á öld. Fyrri athuganir Sjómælinga Islands höfðu bent til heldur meiri breytingar, 3,5 mm á ári (35 cm á öld). ■ ÞAKKARORÐ Gunnari Bergsteinssyni, fynverandi for- stöðumanni Sjómælinga íslands, þakka ég margar gagnlegar ábendingar og upp- lýsingar. Sérstaklega er ég honum þakklátur fyrir að láta mér í té ljósrit af handskrifaðri skýrslu R. Hammers skipherra frá árinu 1902. Pálmi Ingólfsson las af línuritum Sjó- mælinganna 1993 og 1995 og kann ég honum þakkir fyrir þá aðstoð. ■ HEIMILDIR Admiralty Tide Tables. Hydrographer of the Navy, Taunton. Almanak handa íslenskum fiskimönnum 1914- 1924. Stjórnarráðið, Reykjavík. Beckman, Natanael & Kristian Kálund 1914-16. Alfræði Islensk, II. bindi. Rímtöl, Kaup- mannahöfn. Den islandske Lods, 2. bindi. Det kongelige Spkaart-Archiv, Kaupmannahöfn 1898. Hammer, R. 1902. Beskrivelse af Opmaalingen under Island og Færöerne Sommeren 1901. Kaupmannahöfn. Hammer, R.G. 1904. Skrá yfir háflóð í Reykja- vík 1903. Almanak Hins íslenska þjóð- vinafélags 1904. Islenskt sjómannaalmanak 1926-. Fiskifélag Islands, Reykjavík. Löwenörn, Poul de 1788-1818. Beskrivelse over den islandske Kyst og de derværende Havne. Kaupmannahöfn. Sjávarföll við ísland 1954—. Sjómælingar íslands, Reykjavík. Sjómannaahnanak 1925. Stjórnarráðið, Reykja- vík. Töflur um flóð. Almanak Háskólans (íslands- almanakið) 1904- PÓSTFANG HÖFUNDAR Þorsteinn Sæmundsson Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 5 107 Reykjavtk Netfang: halo@raunvis.hi.is 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.