Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 24
1. inynd. Tönninfrá Apolakkia-mynduninni. a) Séðfrá hlið. Glerungurinn virðist ótrúlega heillegur, þótt ummyndun hafi gert hann dökkan. Mörkin þar sem tannholdið lá sjást greinilega. b) Stœkkun er sýnir rijflaða innri egg tannarinnar frá hlið. c) Séð beint á eggina er líkist venjulegu sagarblaði. Þetta hefur vœntanlega auðveldað sverðkettinum að skera sundur sinar og vöðva bráðarinnar. - The toothfrom Apolakkia. a) Sideview. The enamel seems very well presen’ed, even though it is somewhat altered. Tlie line where tlie soft tissue ofthe gum lay, is visible. b) Enlargement ofthe tooth, showing the serrations on the anterior edge. c) Direct view of the serrations on the anterior edge. The zig-zag mor- phology ofthe serrations has probably made it easierfor the cat to cut through flesh and tendons. I fínkornaðri hluta Apolakkia-myndunar- innar er mikið af ferskvatnsskeljum og snigl- um. Auk þess hefur fundist nokkuð af steingerðum trjám og beinum hryggdýra. Þykkt myndunarinnar er um 500 metrar. Þarna var að öllum líkindum fenjasvæði með einstaka vötnum, bugðóttum ám og lundum, jafnvel smáskógum (Meulenkamp o.íl 1972). Hryggdýr þau sem hafa fundist þarna tilheyra a.m.k. níu ættum spendýra og þar af tveim ættum rándýra, þ.e. hundum (Cani- dae) og hýenum (Hyanidae). Algengastir voru þó hestar (Hipparion) og krónhirtir (Cervus) (van de Weerd o.fl. 1982). Apolakkia-myndunin er talin vera frá mið- plíósen1 og virðist fánan vera sambland af asískum og evrópskum tegundum. Ródos var landfast Tyrklandi á þessum tíma og því ekki undarlegt að finna þetta samfélag tegunda (van de Weerd o.fl. 1982). Ekki er einfalt að ákvarða dýrategund á grundvelli einnar tannar, sem þar að auki er ekki heil. Á mið-plíósen voru aðeins tvær ættkvíslir sverðkatta í Evrópu og Asíu, Homotherium og Megantereon (4., 5. og 6. 1 Jarðsögutímabilin, skýringarmynd. -0,01 Pleistósen ii | o | »© »© m oo & Jj i 'S in »- ci is rtt -o </"> 7! ft, ( JS J »o ? U 1 cl, 1 1 1 1 </ r, r f o inilljón. ár. 7 l n y Kviirtcr Tertíer Krít Júra Trías Nýlífsöld Miðlífsöld Jarðsögutímabil 86

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.