Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 25
mynd). Megantereon var rýtingstenntur köttur, með vígtennur sem voru þykkari og beinni en sú tönn sem hér um ræðir. Auk þess voru tennur Megantereon aldrei rifflaðar. Vígtennur Homo- therium voru hinsvegar þynnri og krappari og með rifflum. Því liggur beint við að draga þá ályktun að tönnin sé úr Homotherium. Á þessum tíma voru nokkr- ar tegundir Homotherium á vappi fyrir botni Miðjarðar- hafs, t.d. H. nestianus, H. ultimus, H. davitasvili, H. crenatidens og H. darva- sicum (Dybka 1989, Sharapov 1989). Þar sem þessar tegundir eru allar náskyldar hafa þær verið settar undir einn hatt seni Homotherium crenat- idens (Sharapov 1989). Eftir því sem best verður séð hefur aðeins einu sinni áður fundist sverðköttur á Ródos, en það var Machairodus aph- anistus frá mið- til síð-míósen (Sondar o.fl. 1986). Sverðkettir virðast ekki hafa fundist á öðmm eyjum í austurhluta Miðjarðarhafsins. Ólíklegt verður að teljast að sverðketlir hafi lifað af á Ródos eftir að það slitnaði frá Tyrklandi, en Ródos er meðal annars þekkt fyrir dvergffla sem lifðu þar eftir að það varð eyja. Því er hugsanlegt að sverðkettir hal'i einnig lifað þar fram á pleistósen. 2. mynd. Afsteypa í réttri stœrð af höfuðkúpu sverðkattarins Smilodon californicus, er var uppi fyrir um 10þúsund árum í Norður-Ameríku. Kvarðinn er 10 cm. Fundin í tjörupyttunum íLos Angeles. - A life-size cast ofthe saher- toothed cat Smilodon californicus wlxich lived in North America, ca. 10,000 years ago. Found in the tarpits of Los Angeles. The scale is 10 cm. Rhodos Istrios Apolakkta Apolakkia myndunin 0 10 km 3. mynd. Útbreiðsla Apolakkia-myndunar- innar á suðvesturhluta Ródos. - Distribu- tion of the Apolakkia formation, SW Rhodes. 87

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.