Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 26
4. mynd. Yfirlitsmynd yfir þróun kattardýra (Felidae). Þrjár markverðustu undirœttirnar eru litaðar (breytt frá Thenius, 1980). - An overview of the evolution of the family Felidae. The three most important sub-families are coloured (mod. from Thenius, 1980). ■ ÞRÓUNARSAGA SVERÐ KATTA Sverðtennur komu a.m.k. tvisvar sinnum fram í þróun kattardýra (Felidae), fyrst hjá undirættinni Nimravinae (falskir sverðkettir) og síðar hjá Machairodontinae (sverðkettir) (4. mynd). Elstu kattardýr sem fundist hafa eru Eofelis og Aelurogale (fornkettir) frá síð-eósen í Evr- asíu. Á ólígósen þróuðust þau yfir í undirættimar Nimravinae og Proailurinae. Á míósen þróuðust sfðan Proailurinae yfir í Felinae (þ.e. þróaða ketti, sem öll núlifandi kattardýr tilheyra) og Machairodontinae (sverðkettir) (Thenius 1980). Bæði innan Nimravinae og Machairodontinae má deila sverðköttum upp í tvo hópa. Annan hópinn mætti nefna rýt- ingstennta ketti, en þeir voru með langar (15-17 cm), breiðar og þykkar vígtennur með fínar rifflur. Þessir kettir voru frekar fótstuttir, vöðvastæltir og tiltölu- lega hægfara. Þeir hafa líklega átt í vandræðum með að elta hrað- fara bráð um langan veg (Carroll 1988). Hinn hópinn mætti nefna bjúgtennta ketti, en þeir voru með stuttar (7-1 I cm), breiðar og þunnar vígtennur með grófari rifflum og voru þær einnig krappari. Þessir kettir voru leggjalengri og betur til þess fallnir að elta uppi bráð (Carroll 1988). Sverðkettir lifðu aðallega á norðurhveli jarðar en hafa einnig fundist í S-Ameríku. Hvorki sverðkettir né aðrir kettir komust til Ástralíu (6. mynd). Falskir sverðkettir (höfðu ekki eiginlega líkamsbyggingu kattardýra, heldur fremur bjamdýra) vom dreifðir um Evrasíu og N- Ameríku á ólígósen og míósen. Landbrúin yfir Beringssund var meira eða minna opin á tertíer. Þess vegna áttu plöntur og dýr greiðan aðgang á milli heimsálfanna (Stanley 1989). Á míósen kom Machairodus fram á sjónarsviðið í Evrasíu. Hann var fyrsti fulltrúi undirættarinnar Machairodontinae (sverðkettir) og var uppi á sama tíma og Sansanosmilus, sem var sá síðasti af undir- ættinni Nimravinae (falskir sverðkettir). Þeir dóu líklega báðir út á ár-plíósen í Evrasíu. Nimravinae hurfu síðar af sjónarsviðinu í N- Ameríku og var Barbourofelis sá síðasti af þeim (Thenius 1980). Machairodus þróaðist yfir í Homo- therium og Megantereon og leystu þeir forföður sinn af hólmi. Homotherium er sá sverðkatta sem mesta útbreiðslu hafði. 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.