Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 27
Leifar hans hafa fundist í N-Ameríku,
Evrópu, Asíu og Afríku (6. mynd).
1 N-Ameríku þróaðist Megantereon
síðan yfir í ættkvísl þeirra sverðkatta sem
urðu stærstir og þekktastir þeirra allra, eða
Smilodon (1., 4. og 5. mynd). Þarlifði hann
ásamt frændum sínum Homotherium og
Dinobastis (Rawn-Schatzinger 1992).
Smilodon er eini sverðkötturinn sem
komst til S-Ameríku. Hann fyllti þar í
skarðið eftir sverðtennta pokadýrið Thyla-
cosmilus sem hvarf á síð-plíósen.
Sverðkettir (Machairodontinae) dóu
fyrst út í Evrasíu á mið-pleistósen, en þó
voru nokkrir sem lifðu af fram á síð-
pleistósen á Englandi. Sverðkettirnir í N-
Ameríku lifðu fram að mörkum pleistósen
og hólósen (fyrir 10-11 þúsund árum)
(Thenius 1980).
Ekki er vitað með vissu hvers vegna
sverðkettir dóu út, en orsakanna er líklega
að leita í því hversu sérhæfðir þeir voru í
að lifa á stórri bráð. Flestar hinna stóru,
hægfara plöntuætna hurfu af sjónar-
sviðinu á mið- og síð-pleistósen vegna
breytinga í veðurfari, sem aftur ollu breyt-
ingum í gróðurfari (Kurtén 1968, 1971,
Kurtén og Anderson 1980, Thenius 1980).
Þetta þyddi að hinir sérhæfðu sverðkettir,
sem lifðu á þeim, dóu einnig út.
Maðurinn gæti þó einnig hafa átt þátt í
aldauða kattanna í N-Ameríku. Þar veiddu
forfeður okkar stórar plöntuætur, t.d.
fornfílinn Mastodonta (Stanley 1989)
og lentu þar með í santkeppni við
sverðkettina. Mjög líklegt er að menn hafi
einhvern tíma komist í tæri við sverðketti
þótt engar óyggjandi sannanir séu fyrir
því.
5. mynd. Svona litu lielstu tegundir sverðkatta nokkurn veginn út. lnnbyrðis
stœrðarhlutföll eru nokkuð rétt. Smilodon var á stærð við nútímaljón en mun stœltari. Litur
dýranna er ágiskun, en byggist á líklegum lifnaðarháttum. Homotherium, Megantereon og
Smilodon eru gulleitir vegna þess að líklegt kjörlendi þeirra voru grasivaxnar steppur, en
Machairodus er hinsvegar dekkri sökum þess að líklegt kjörlendi lians var skógarþykkni.
- A probable reconstruction of some of the saber-toothed cats. Relative sizes are true.
Smilodon vvö.v the size of a modern lion, butfar more muscular. The colour oftlre animals
are guesses, based on their probable lifestyles. Homotherium, Megantereon and Smilodon
are yellowish, due to hunting in savannahs and steps. Machairodus is darker as it was
more of a forest and underbrush hunter.
89