Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 30
skinnungum, þ.á m. nashyrningum. Því var
dregin sú ályktun að Smilodon, jafnt sem
minni sverðkettir, hafi aðallega étið
mammúta og önnur ranadýr (Rawn-Schatz-
inger 1992).
Veiðar á mammútum hafa ekki verið
áhættulausar, jafnvel þótt um unga bráð hafi
verið að ræða. Sverðkötturinn þurfti að geta
lagt að velli stóra bráð (e.t.v. 1-2 tonn) án
þess að láta sjálfur lífið eða skaðast
alvarlega. Þar hefur hin mikla þyngd hans og
feikilegu tennur komið að góðum notum.
Menn hafa löngum velt vöngum yfir því
hvernig sverðkettir beittu þessum stóru
tönnum. Vinsælasta hugmyndin fram að
þessu hefur verið sú að þeir hafi notað þær
til að stinga eða skera dýrið í hálsinn eða
kviðinn. Kettirnir höfðu sérstaka vöðva sem
festir voru aftan í höfuðkúpuna og gerðu
þeim kleift að þrýsta höfðinu af krafti niður á
við og reka þannig tennurnar djúpt í
bráðina. Aðeins var hægt að beita tönnun-
um að fullu ef kjafturinn var vel opinn. Því
gátu kettimir glennt ginið allt að 95-120° (2.
mynd).
Nýleg athugun (Akersten 1985) leiddi í
Ijós að líklega notaði Smilodon neðri
kjálkann sem ankeri til að reka tennurnar á
kaf, líklega í kvið bráðar, og á þann hátt flá
stykki úr bráðinni (7. mynd). Tennurnar
þoldu mikið álag að framan og aftan en ekki
frá hliðunum. Því var mjög áhættusamt að
beita þeim á háls, fullan af vöðvum, sinum
og beinum, auk þess sem bráðin var á
hreyfingu. Fáar þeirra sverðtanna sem hafa
fundist hafa brotnað meðan dýrið var
lifandi. Þær bera einnig mjög fá merki slits.
Þetta gæti bent til þess að þeim hafi aðeins
verið beitt þar sem bráðin var veikust fyrir.
Veiðar sverðkatta kunna að hafa farið fram
á eftirfarandi hátt:
Kattardýrið bíður eftir því að einn af yngri
mammútunum rölti svolítið í burtu frá hjörð-
inni. Það dylst í gróðrinum og læðist að
bráðinni, eins nálægt og mögulegt er.
Skyndilega stekkur kötturinn á unga mamm-
útinn og notar þyngd sína og hraða til að
velta óviðbúinni bráðinni um koll. Hann
keyrir síðan tennurnar á kaf í kvið mammúts-
ins og rífur úr honum stykki, en við það
skerast margar æðar í sundur. Næst dregur
sverðkötturinn deyjandi skepnuna í burtu
eða bíður eftir að henni blæði út. Ef móðirin
eða aðrir mammútar í flokknum koma til
hjálpar gæti hann þurft að halda sig til hlés
þar til þeir yfirgefa hinn dauða eða deyjandi
unga.
Bein útdauðra dýra geta gefið vísbend-
ingar unt ýmislegt. T.d. má komast að ýmsu
urn lífshætti þeirra. Mörg afmynduð og
sködduð bein úr Smilodon hafa fundist.
Mörg þeirra bera þess merki að þau hafi
gróið, jafnvel þótt það hafi tekið marga
mánuði, og dýrið sjálft hafi ekki haft
möguleika til veiða. Eina vonin fyrir svona
skaddað dýr að lifa af er að einhver færi því
mat eða það fái að éta af bráð sem annað dýr
fellir. Þetta bendir til þess að Smilodon hafi
lifað í flokkum líkt og ljón gera nú á tímum
(Mestel 1993).
Fundir á sködduðum og síðar grónum
beinum Homotherium eru mjög fáir. Það
bendir til þess að sverðkettir hal’i frekar veitt
einir síns liðs og aðeins farið um í hópum,
sem líklega samanstóðu af móður og ungum
hennar, ekki ósvipað og hlébarðar gera á
okkar tímum. Því átti sá Homotherium sem
var skaddaður og ekki gat veitt sjálfur litla
eða enga möguleika á að lifa af (Rawn-
Schatzinger 1992).
■ HEIMILDIR
Akersten, W.A. 1985. Canine function in
Smilodon. Contr. Sci. Los Angeles 356. 1-22.
Anyonge, W. 1993. Body mass in large extant
and extinct carnivores. Journal of Zoology,
London. 231. 339-350.
Anyonge, W. 1996. Locomotor behaviour in
Plio-Pleistocæn sabre-tooth cats: a bio-
inechanical analysis. Journal of Zoology, Lon-
don. 238. 395-413.
Carroll, R.L. 1988. Vertebrate Paleontology and
Evolution. W.H. Freeman and Company,
New York. 698 bls.
Dybka, 1989. Machairodus sp. from the Lower
Pliocæn bone brechia of Wese (Poland). Acta
Palaeontologica Polonica 35. 77-83.
Gingerich, P.D. 1977. Patterns of Evolution in
the Mammalian fossil record. í: Patterns of
92