Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 33
PÁLL THEODÓRSSON ÁLDURSGREINING MEÐ KOLEFNH4 Aldursgreining með kolefni-14, geisla- kolsgreining, er öflugt hjálpartœki í jarðfrœði og fornleifafrœði. Upphaf hennar má rekja til ársins 1946 þegar bandaríski efnafrœðingurinn W.F. Libby eygði möguleika á að ákvarða aldur lífrænna jurta- og dýraleifa af styrk geislavirkrar kolefliissamsœtu sem hann taldi að kynni að finnast í lífverum. Þetta byggði liann á vísbend- ingu um að geimgeislar breyti nitri í koIefni-14 í heiðhvolfinu og geisla- virkni þess í lifandi gróðri og fornum plöntuleifum vœri hugsanlega mœlan- leg. Libby og nokkrir nemendur hans við háskólann í Chicago staðfestu hug- myndina og þróuðu aðferðina á árun- um 1947-1951. Libby lilaut Nóbels- verðlaunin fyrir afrek sitt árið 1960. Upp úr 1960 höfðu allmargar aldursgreiningarstofur verið settar á laggirnar og mælingarnar _________ voru orðnar nokkuð nákvæmari og ekki eins tímafrekar og í fyrstu. For- Páll Thcodórsson (f. 1928) lauk mag.scient.-prófi í eðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1955. Hann starfaði við rannsóknastöð dönsku kjarn- orkunefndarinnar í Risp 1956-1958. Hann vann við Eðlisfræðistofnun Háskóla Islands 1958- 1961. Á árunum 1961-1963 vann hann hjá Raf- agnatækni, sem hann stofnaði ásamt tveimur verkfræðingum. Páll kom aftur til Háskólans 1963 og hefur starfað þar síðan, fyrst við Eðlis- fræðistofnun og síðar Raunvísindastofnun Há- skólans. Hann fór á eftirlaun 1998 en vinnur við að Ijúka verkefnum, m.a. að fullprófa nýtt vökva- sindurkerfi til aldursgreininga. sendur aðferðarinnar voru þá kannaðar mun ítarlegar en Libby hafði haft tök á og kom þá í ljós að mikilvæg atriði þurfti að endurskoða og leiðrétta. Rúmir þrír áratugir liðu þar til geislakolsgreining komst loks á traustan grundvöll. Lýsing aðferðarinnar í erlendum ritum er af sögulegum ástæðum mun flóknari en hún þarf að vera, því jafnan er lýst keldum og krókum sem urðu í vegi vísindamanna í þróunarstarfinu og sögulegar flækjur eru útskýrðar fyrir nýliðum. Túlkun á niður- stöðum verður flóknari fyrir bragðið. Rann- sóknarstofurnar gefa þannig viðskipta- vinum sínum tvennskonar aldur: sýndar- aldur (radiocarbon age) og raunaldur eða árhringjaaldur (calendar age eða dendra- chronological age). Þetta veldur iðulega misskilningi og rangtúlkun. I þeirri dálítið einfölduðu lýsingu sem kynnt er í næsta kafla er sneitt hjá sögu- legum flækjum í þróunarsögu aðferðarinnar. Þeir sem láta sér nægja að kunna skil á grunnatriðunum þurfa aðeins að lesa fram til loka næsta kafla en fyllri lýsing er gefin í síðari köflum. I viðaukum er gerð grein fyrir nokkrum atriðum sem treysta enn frekar lýsinguna og þar er skýrt sögulegt sam- hengi í þróun aðferðarinnar. ■ GRUNNATRIÐI GEISLAK.OLSGREININGA Kolefni, sem í efnafræði er táknað með C (carbon), er undirstöðuefni í vefjum plantna og dýra. Öll atóm þess fylgjast nákvæmlega að (eða mjög nærri því) í efnahvörfum þótt Náttúrufræðingurinn 69 (2), bls. 95-108, 2000. 95

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.