Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 34
1. mynd. C-14 remma andrúmsloftsins á liðnum árþúsundum (20 ára meðalgildi). Hlutfallslegt frávik (íþúsundustu hlutum) frá MS-staðlinum (Stuiver og Reimer 1993). af þeim séu þrjú dálítið misþung afbrigði, svonefndar samsætur. Tvær þeirra eru stöðugar, C-12 (99% af öllum kolefnis- atómunum) og C-13 (1%), en hin þriðja, kolefni-14 (C-14, l4C eða geislakol), er óstöðug, þ.e. hún er geislavirk og eyðist stöðugt. Nærri allt kolefni andrúmsloftsins er bundið í kolsýru (CO,). í henni er örlítið, eða um eitt af hverjum lð12 atómum, þ.e. eitt af milljón milljónum atóma, af gerðinni kolefni- 14. Hlutfallið milli fjölda C-14 og allra kolefnisatómanna, C 14/C-hlutfallið, kallast hér C-14 remma. Styrkur geislavirkninnar, þ.e. fjöldi C-14 kjarna í mælisýni sem um- myndast á sekúndu, stendur í réttu hlutfalli við fjölda C-14 atómanna og því einnig við remmuna. Þrátt fyrir óstöðugleika C-14 atómanna finnst geislakol í náttúrunni vegna stöðugr- ar nýmyndunar af völdum geimgeisla í heið- hvolfinu, þar sem niturkjarnar breytast í geislakolskjarna (N-14 breytist í C-14). Nýmynduð C-14 atóm bindast súrefni og mynda kolsýru (l4CO,), sem loftstraumar og vindar dreifa síðan og blanda í kolsýruforða alls andrúmsloftsins svo C-14 remman verður alls staðar sú sama. Þannig hefur C-14 remma andrúmsloftsins haldist nokkuð stöðug í árþúsundir en þó breyst dálítið í takt við hægar breytingar í innstreymi geim- geisla(l. mynd); síðustu 10 þúsund ár hefur hún mest vikið um 6% frá meðaltali tíma- bilsins. Stöðugleiki C-14 remmunnar í and- rúmsloftinu stafar annarsvegar af C-14 nýmyndun og hinsvegar af samanlögðum áhrifum 1) geislahrörnunar, 2) bindingar kolefnis í plöntum og 3) víxlverkunar milli lofts og yfirborðs sjávar, en í hafinu er meginforði geislakolsins. Allur gróður á yfirborði jarðar tekur kolefni sitt úr andrúmsloftinu og bindur það í lífrænar sameindir með hjálp sólarorku (ljóslífgun). C-14 remman er nákvæmlega hin sama í öllum gróðri (og dýrum sem á honum lifa). I nýmynduðum plöntuvef er hún sú sama (eftir minniháttar leiðréttingu sem rætt verður um síðar) - hvar á jörðu sem plantan vex og - hverrar tegundar sem hún er. Aldursgreining með kolefni-14 byggist á 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.