Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 37
formi orkuríkra jóna) í gegnum hraðalinn en ekki af hægfara eðlisbundinni dofnun geislakolsins. Við Raunvísindastofnun Háskólans hefur Arný E. Sveinbjörnsdóttirí samvinnu við háskólann í Arósum (þar sem AMS-tækið er) aldursgreint á þriðja hundrað sýni með þessari aðferð. Allar aðferðirnar þrjár geta skilað sömu nákvæmni sé mælitíminn nægilega langur. AMS-greining hefur þann mikilvæga kost að stærð mælisýnanna er aðeins 1-5 ntg (en er 1-5 g í geislamælingu) og tækin eru afkastamikil, en þau eru mjög dýr svo hver aldursgreining er þar um tvöfalt dýrari en í vökva- eða gastalningu. Um þessar mundir eru mikilvægar endur- bætur á aldursgreiningu með vökvasindur- aðferðinni innan seilingar. Hjá Fjölnemum hf. var þróað vökvasindurkerfi, Kvartett, sem rnældi fjögur bensensýni samtímis og sýndi frumgerðin frábæran stöðugleika og mikið næmi. Fyrirtækið hafði þó ekki fjármagn til að fullþróa og markaðssetja kerfið. Við Raunvísindastofnun er nú (haustið 1999) verið að endurhanna og einfalda það. Skili það þeim árangri sem vænst er getur það ásamt nýja bensen- kerfinu leitt til ódýrari aldursgreiningar. ■ leiðrétting vegna SAMSÆTUH LIÐRUNAR Hlutfallið milli samsætna kolefnis, þ.e. hlutfallið C13/C12 og C14/C12, getur breyst örlítið við efna- og eðlisbreytingar í náttúr- unni. Rætt var um samskonar samsætu- hliðranir í vetni og súrefni í nýlegri grein eftir Stefán Arnórsson og Arnýju E. Svein- björnsdóttur (1998). Vegna þessarar hliðr- unar er C-14 remman dálítið brey tileg í gróðri eftir tegund og landsvæði enda þótt hún sé hin sama í gjörvöllu andrúmsloftinu. Samsætuhliðrunin stafar af ögn hæggengari efnahvörfum hinna massameiri C-14 atóma. C-14 remman verður því 1-2% lægri í plöntum en í kolsýru andrúmsloftsins. Þessi samsætuhliðrun er mismikil eftir aðstæðum, því Ijóslífgunin og efnahvörf í plöntum (og dýrum) verða við mismunandi hita og eftir tveimur afbrigðum í ferli ljóslífgunarinnar. Þetta gæti valdið dálítilli skekkju í kolefnis- greiningum ef ekki væri mögulegt að leið- rétta vegna þessarar hliðrunar í C-14 remm- unni. Slík leiðrétting er möguleg því sérhvert mælisýni ber í sér upplýsingar um það hversu mikil samsætuhliðrunin er fyrir kolefni-14, því C13/C12-hlutfall sýnisins hliðrast lfka og C14/C12 breytist nákvæm- lega tvöfalt meira. Með því að mæla C13/ C12-hlutfallið er því mögulegt að leiðrétta mælda C-14 gildið vegna þessarar sam- sætuhliðrunar. Leiðréttingin er sjaldan meira en 30 ár. Hún er útskýrð nánar í Viðauka B. Leiðrétt gildi C-14 remmunnar, A’, er nákvæmlega það santa í öllum plöntum frá sarna vaxtarári. Grunnforsendur geislakols- greininga eins og þeim var lýst hér að framan gilda einungis um leiðréttu remmuna. ■ RVÖRÐUNARFERILL OG ÁKVÖRÐUN ALDURS Hér að framan hefur því verið lýst hvernig gömul tré geyma lykil að nákvæmri aldursgreiningu með geislakoli, þ.e. hvernig finna má vaxtartímann þegar C-14 remma í plöntuleifum og árhringjum hefur verið mæld. Öruggur tímakvarði nær aðeins svo langt sem mögulegt er að fá árhringi með nákvæmlega þekktum aldri, en þá má fá með hjálp árhringjafræðinnar úr allt að 11 þúsund ára gömlum trjám. Grunnatriði fræðigreinar- innar eru útskýrð í Viðauka D. Til að ákvarða aldur sýnis þegar leiðrétt C-14 remrna þess, A ’, hei'ur verið fundin þarf að leita að sama (eða því sem næst sama) gildi í skrá eða á kúrfu (kvörðunarferli) sem sýnir C-14 remmu árhringja frá síðustu ár- þúsundum. Nokkrar rannsóknarstofur hafa síðasta aldarfjórðung beint meginátaki sínu að nákvæmum árhringjamælingum þar sem staðalóvissan er 0,15-0,3%, en í venjulegum aldursgreiningum er hún oftast 0,6-1,0%, sem leiðir að jafnaði til 50-80 ára óvissu í aldri. Nær óvinnandi verk væri að mæla 11 þúsund árhringi með þessari rniklu ná- kvæmni. Hvert mælisýni er því oftast tekið úr 10 santliggjandi árhringjum. 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.