Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 38
3. mynd. Kvörðunarferlar geislakolsgreininga fyrir tímabilið frá 600 til 1200. Ferill Libbys var notaður fyrstu tvo áratugi geislakolsgreininga. Ferill Ralphs, sem notaður var um árabil, er nálgunarferill sem byggðist á gisnum árhringjamœlingum. Nýjasti ferillinn, þar sem mœlipunktarnir eru sýndir, byggist á mjög nákvæmum árhringjamœlingum bestu aldursgreiningarstofanna (Stuiver og Pearson 1986). ítarlegar upplýsingar um kvörðunar- ferilinn er að finna í sérhefti af tímaritinu Radiocarbon (35/1, 1993), en það er helgað kvörðunarmælingum. Hluti ferils- ins, þ.e. fyrir tímabilið frá árinu 600 til 1200 sem er mikilvægt fyrir íslenska fornleifa- fræði, er sýndur á 3. mynd. Þar eru einnig sýndir tveir eldri kvörðunarferlar, sem rætt er um í Viðauka F, en þeir byggðust á mun gisnari og nokkuð ónákvæmari mælingum. Það eykur mjög áreiðanleika nýjasta ferilsins að mælisýnin eru úr bæði eik frá Evrópu og furu frá Bandaríkjunum, þau hafa verið mæld í nokkrum aldursgreining- arstofum og ýmist verið í vökvaformi (bensen) eða gasformi (C02). Niðurstöður mælinganna falla þétt að einum ferli. Enn er þó ekki útilokað að 0,1-0,2% munur kunni að vera í samtímagróðri frá mismunandi svæðum, t.d. milli norður- og suðurhvels jarðar. Lýsing á ákvörðun aldurs og óvissu hans getur verið allflókið mál vegna þess að kvörðunarferillinn er nokkuð óreglulegur og er því ekki ávallt einhlítt samband milli C-14 remmunnar og vaxtarskeiðs. Einnig þarl' að taka tillit til óvissu í mælingu sýnisins og árhringjanna. Síðari óvissan er oftast mun minni. Landnámslagið er öskulag sem lagðist yfir stóran hluta íslands í gosi í Vatnaöldum árið 871. Þessi nákvæma tímasetning fékkst af rannsóknum á samsætum og öskulögum í ískjarna frá Grænlandsjökli (Karl Grönvold o.fl. 1995). íslenskirfornleifafræðingarnýta þetta öskulag mikið lil að tímasetja forn- leifar. Hugsum okkur að C-14 remma í birki- hríslu sem fundist hefur rétt við landnáms- lagið mælist 90,5 %Ox. Af ferlinum á 3. mynd má lesa vaxtartíma hennar með því að leita á kúrfunni að ári sem gefur sama %Ox-gildi og hríslan. Farið er lárétt út frá 90,5 %Ox á 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.