Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 39
Á r
4. mynd. Líkindadreifing aldurs þegar rannsóknastofa gefur sýndaraldurinn 1050±50
geislakolsár (radiocarbon age 1050±50 C-14 years).
lóðrétta ásnum, skurðpunkturinn við
ferilinn fundinn og lesið við hvaða ár á
lárétta tímaásnum hann er.
Vegna hlykkja á kvörðunarferlinum felst í
mörgum tilvikum einföldun í því að gefa
vaxtarár og hefðbundna óvissu; hvoru
tveggja verður að lýsa með líkindadreifingu
sem finna má með hjálp tölvu og viðeigandi
forrits, en það geymir kvörðunarmæling-
arnar og óvissu gildanna. I forritinu biður
tölvan um „C-14 aldurinn“, sem erfundinn af
jöfnu (2) í Viðauka A, og óvissuna í þessu
gildi og birtast þá á skjánum mörkin fyrir eitt
og tvö staðalfrávik og óvissudreifingin. 4.
mynd sýnir slflcan óvissuferil. Frekari upp-
lýsingar um þetta efni má t.d. finna í bókum
um aldursgreiningar (Bowman 1990 og
Rasmussen 1994).
í samræmi við framangreinda lýsingu á
geislakolsaðferðinni kysi ég frekar forrit sem
kallar á %Ox-gildi sýnisins og mæli-
óvissuna. Forril af þessu tagi er ekki enn
fáanlegt.
■ GEISLAKOL í HALI OG
ALDURSGREINING
SKELJA
í rannsóknum í jarðfræði og fornleifafræði
eru sjávarskeljar oft aldursgreindar. Lítum
fyrst á geislakolsforðann í náttúrunni eins
og hann var áður en röskunar af völdum
manna tók að gæta (viðauki E). Dreifing
geislakolsins milli andrúmslofts, plantna,
yfirborðssjávar og djúpsjávar og meðal-
gildi C-14 remmunnar þar er sýnd í 1. töflu.
C-14 remman er miðuð við alþjóðlegan
staðal, MS (Modern Standard), sem
útskýrður er í Viðauka A. Blöndunartími
milli lofts og yfirborðslags sjávar er um 7
ár en um 1000 ár milli yfirborðs- og
djúpsjávar (Siegenthaler, Heimann og
Oeschger 1980). Hitaskil, sem tefja mjög
lóðrétta blöndun, eru víðast á 50-100 me-
tra dýpi.
C-14 remman í yfirborðslagi sjávar og í
andrúmsloftinu fylgist að í megindráttum
en breytingar í hafinu koma fram nokkru
101