Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 40
1. tafla. Dreifing kolefnis-14 og C-14 remma, A '.
Hluti C-14forðans Hlutfallsleg C-14 remma
Andrúmsloft 1,4% 100%
Gróður á landi 3,4% 100%
Yfirborðssjór 1,3% 95%
Djúpsjór 93% 84%
síðar vegna ofangreindrar hægrar blöndun-
ar kolsýru milli andrúmslofts og yfirborðs-
sjávar.
Flestar skeljar lifa á grunnsævi þar sem
blöndun er ör. Geislakolsremman í þessu vel
blandaða yfirborðslagi er nánast hin sama í
öllum heimshöfum ef undan eru skilin svæði
þar sem C-14 snauðari djúpsjór streymir upp
á yfirborðið. Þetta gerist ekki í Norður-
Atlantshafi og verður því ekki rætt frekar
hér.
Geislakol skeljanna er í formi karbónats
og helst það einangrað þar á sama hátt og
í lífrænum vef plantna. C-14 remma ungra
skeija er hinsvegar ekki sú sama og í
samtímagróðri á landi, því þær lifa (flestar)
í yfirborðssjó þar sem leiðrétt C-14 remma
(A’) er 5% lægri en í andrúmsloftinu. Sé
kvörðunarferill árhringja notaður til að
finna aldur skelja virðast þær því vera um
400 árum eldri en landgróður frá sama
tíma.
Breytingar í C-14 remmu karbónats í
yfirborðslagi hafsins eru ekki alveg í takt við
flökt geislakols í andrúmsloftinu, eins og að
ofan var getið. Eigi að finna aldur skelja með
fullri nákvæmni verður að ákvarða vaxtar-
skeiðið með sérstökum kvörðunarferli, sem
má reikna út frá C-14 remmu árhringja með
því að laka tillit til þeirrar seinkunar sem
samskipti milli lofts og sjávar valda (Stuiver
og Braziunas 1993). Áður var kvörðunar-
ferill trjáa notaður en 400 árum bætt við
aldurinn vegna „aldurs yfirborðssjávar",
eins og venjulega er sagt, því geislakol
dofnar um 5% á 400 árum. Orðalag af þessu
tagi er viliandi því erfitt er að skilgreina
„aldur sjávar“.
■ NÁKVÆMNI
ALDURSGREININGAR
MEÐ KOLEFNI-14
Á síðari árum hel'ur allmikil vinna verið lögð
í að kanna hversu áreiðanlegar niðurstöður
einstakra aldursgreiningarstofa eru. I því
skyni hafa verið skipulagðar þrjár umfangs-
miklar samanburðarmælingar sem fólust í
því að 8-15 sýni af ýmsum gerðum voru
send til þátttakenda. Öll sýni hverrar gerðar
voru eins, þ.e. með sömu C-14 remmu, og
meðal þeirra voru nokkur tvísýni, en það eru
sýni af sömu gerð og með sömu C-14 remmu,
til að kanna samkvæmni mælinganna hjá
hverri stofu. Sagt er frá meginniður-
stöðunum í Árbók Hins íslenska fornleifa-
félags (Páll Theodórsson 1992).
Þessar mælingar hafa sýnt að hluti
aldursgreiningarstofanna vanmetur óvissu
mælinga sinna. Kerfisbundin skekkja er ekki
óalgeng og veldur hún í nokkrum tilvikum
100 til 200 ára skekkju í öllum mæliniður-
stöðum viðkomandi stofa. I grein um fyrstu
samanburðarmælingarnar, sem 20 valdar
stofur tóku þátt í, segir að tryggara sé að
miða óvissu þorra stofanna við tvöl'alt það
gildi sem upp er gefið og að varfærnislega
skuli túlka tímamismun sem sé minni en 200
ár (International Study Group 1982).
Nokkrum árum síðar var gerð umfangsmeiri
samanburðarrannsókn, með þátttöku liðlega
50 stofa, og staðfesti hún fyrri niðurstöður.
Framangreint vanmat á óvissu aldurs-
greininga og kerfisbundin skekkja hjá all-
mörgum stofum sem nú hefur komið skýrt í
ljós skapar óvissu og efasemdir hjá við-
skiptavinum stofanna. Um árangur nokkurra
stofa ríkir þó engin óvissa. Sex aldursgrein-
ingarstofur, sem allar hafa lagt sinn skerf
102