Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 45
í raun er augljóst að tilgátan fær ekki staðist, því hin hnattræna blöndun í andrúmsloftinu er um 30 sinnum örari en samskipti milli lofts og sjávar. Höfin þekja um 85% af yfirborði jarðar og yfir þeim myndast hin ríkjandi jafnvægisremma geislakolsins í andrúmsloftinu jafnt sem sjónum. Væri tilgátan rétt myndu hafhrif einnig skerða C-14 remmuna í eikum á Irlandi, en þaðan er fjöldi af mælipunktum kvörðunarferilsins kominn. Staðbundin C-14 lægð yfir íslandi af völdum hafhrifa er því óhugsandi. Af nýlegum mælingum skoskra vísindamanna má sjá að tilgáta Olssons um hafhrif er röng (Páll Theodórsson 1997). Olsson taldi einnig að hugsanlega mætti skýra hinn háa aldur með útstreymi kolsýru, sem er án geislakols, á eldfjalla- og jarðhitasvæðum; kolsýran gæti valdið staðbundinni lækkun geislakolsremmunnar (Olsson 1991). Nokkrar mælingar Olssons og ýmissa annarra vísindamanna sýna þó að áhrifa þessarar lækkunar gætir vart þegar komið er nokkur hundruð metrafrá uppsprettunni (Páll Theodórsson 1997). G. ÞRÓUN AÐFERÐARINNAR OG LEIÐRÉTTINGAR Þróun aldursgreiningaraðferðarinnar tók í raun þrjá áratugi. Strax á fyrsta áratug geislakolsgreininga komu alvarlegir brestir í upphaflegar forsendur og vísindamanna beið þriggja áratuga endurbóta- og þróunarvinna. Sú saga skal nú rakin í stuttu máli, því þekking á henni er nauðsynleg til þess að skilja ýmsa þætti í hefðbundinni lýsingu á aðferðinni og mæliniðurstöðum hennar. Á fyrstu árum aldursgreininga mældi hver stofa fyrir sig C-14 remmuna í ungum gróðri til þess að finna Ag, en um miðjan sjötta áratuginn kom í ljós að gildin voru um 2,5% of lág vegna Suess-hrifa og varð því að leiðrétta fyrstu aldursgreiningarnar, sem þegar höfðu flestar verið sendar til viðskiptavina aldursgreiningarstofanna. Annar skekkjuvaldur kom í ljós þremur árum síðar þegar de Vries rnældi sýni úr gömlum trjám og fékk aldur sem vék greinilega frá því sem talning árhringja gaf. Hann dró af þessu þá ályktun að C-14 remman í kolsýru andrúmsloftsins hefði ekki verið stöðug á liðnum öldum, eins og Libby hafði álitið, heldur hefði hún flökt nokkuð. Rannsókn de Vries var upphaf hinna umfangsmiklu mælinga á geislakolsremmu árhringja frá liðnum öldum og árþúsundum, sem rætt var um í kaflanum um kvörðunarferil geislakolsgreininga. I lok sjöunda áratugarins virtisl allskýr mynd hafa fengist af kvörðunarferlinum, en mælingarnar voru gisnar og ekki eins nákvæmar og síðar varð. Á áttunda áratugnum voru notaðir ýmsir áþekkir kvörðunarferlar sem allir voru stöðugt fallandi (eða stígandi el'tir stefnu á tímaás). Leiðréttingarferill Ralphs, sem er sýndur á 3. mynd, var mikið notaður um tíma. Árið 1962 kom þriðji skekkjuvaldurinn í Ijós þegar nákvæmar mælingar sýndu að helmingunartími kolefnis-14 hafði verið vanmetinn; nú fékkst gildið 5730±40 ár, eða 3% hærra gildi en Libby hafði fengið. Um þessar mundir höfðu þúsundir aldursgreininga frá fjölda rannsóknarstofa verið birtar. Á alþjóðlegri ráðstefnu geislakolsfræðinga 1962 var þó samþykkt að aldur í geislakolsgreiningum skyldi enn um hríð ákvarðaður á grundvelli eldra gildis á helmingunartíma (jafna 2), því í flestum tilvikum var leiðréttingin minni en óvissan í mælingunum og enn nákvæmara gildi fyrir helmingunartímann kynni síðar að koma fram (það er reyndar ekki komið enn). Stol'an í Uppsölum, þar sem meginhluti íslenskra sýna var aldursgreindur á þessum árum, gaf þó um árabil tvö gildi á „C-14 aldri“ sem byggðust hvort á sínum helmingunartíma. Frá upphafi aldursgreininga var vísindamönnum ljóst að breytileg samsætuhliðrun í náttúrunni, sem rætt er um í Viðauka B og C, gæti valdið dálítilli skekkju í aldursgreiningum. Samskonar hliðrun getur reyndar einnig komið fram við tilreiðslu mælisýnanna. Massagreinar til mælinga á C13/C12-hlutfallinu voru fátíðir fyrr á árurn og eru því flestar aldursgreiningar frá fyrstu tveimur áratugum C-14 aðferðarinnar án leiðréttingar vegna 107

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.