Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 46
samsætuhliðrunar. Seint á sjöunda áratugnum var tekið að mæla C-13 remmu geislakolssýna
og leiðrétta útreiknaðan aldur þeirra fyrir samsætuhliðrun, en það var ekki fyrr en seint á
áttunda áratugnum að aldur þorra sýna var leiðréttur.
Arið 1969 kom fram vísbending um fimmta skekkjuvaldinn. Um það leyti sem fyrsti hluti
kvörðunarferilsins hafði fengist setti Suess fram þá tilgátu, á grundvelli þéttari árhringja-
mælinga, að ferillinn væri ekki stöðugt fallandi, eins og Ralph-ferillinn, heldur væru á honum
nokkrir hlykkir (wiggles). Nákvæmnin í mælingum hans (0,5%) og fjöldi mælipunkta gerði þó
ekki betur en að gefa veika vísbendingu. Um árbil var deilt um hvort hlykkirnir, sem Suess
þóttist greina, væru raunverulegir. Ljóst var að ekki yrði unnt að fá staðfestingu á tilgátunni
nema með því að fjölga mælisýnum verulega og auka nákvæmnina. Nokkrar rannsóknastofur
bættu því tækjakost sinn, þ.e. stækkuðu teljarana, fjölguðu þeim og mældu hvert sýni lengur
en áður. Hófst nú mikið átak nákvæmra árhringjamælinga, sem er ekki enn að fullu lokið, en
þær hafa staðfest rækilega hugboð Suess. Megináfanga þessa mikla verks var náð þegar
Stuiver og Pearson (1986) felldu saman mæliniðurstöður sínar í einn kvörðunarferil. Segja má
að aldursgreiningarnar hafi þá fyrst komist á traustan grunn. Enn er unnið við að lengja
kvörðunarferilinn og styrkja hann á ýmsan hátt.
Við framangreinda skekkjuvalda mætti bæta hinum almennu mæliskekkjum sem geta komið
fram sökum ófullnægjandi forhreinsunar sýnanna, örlítillar mengunar í sjálfu mælisýninu eða
óstöðugleika mælitækjanna. Þessar mæliskekkjur eru oft vanmetnar.
PóSTFANC HÖFUNDAR
Páll Theodórsson
Raunvísindastofnun Háskólans/Eðlisfræðistofa
Dunhaga 3
107 Reykjavík
Netfang
pth@raunvis.hi.is
108