Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 47
ÖRNÓLFUR THORLACIUS Þróun TEGUNDANNA Tilraun til samantektar á hugmyndum mannafyrr og nú 3. hluti I lokakafla þessarar samantektar um hugmyndir manna um þróun tegund- anna verður reynt að hregða Ijósi á sögu þróunarkenningarinnar á þeirri öld sem senn er á enda, frá því að vísindaheimurinn uppgötvaði braut- ryðjandastörf Mendels i erfðafræði til kenninga um samfellda þróun eða slitrótt jafnvœgi. ■ ERFÐAFRÆÐI OG ÞRÓUN Erfðalögmál Mendels Á nítjándu öld töldu flestir líffræðingar, ef þeir þá leiddu hugann að erfðum, að ein- kenni foreldra hlonduðust í afkomendunum og yrðu ekki aftur einangruð úr blöndunni. Bæheimskur munkur, Gregor Johann Mendel (1822-1884), leiddi rök að því að ýmis einkenni plantna, svo sem litur blóma eða litur og lögun fræja, ráðist af erfða- þáttum er berast óbreyttir í kynfrumum milli Örnóll'ur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanuin í Lundi í Svíþjóð 1958. Hann var kennari við Mennta- skólann í Reykjavík 1960-1967, Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Sainhliða kennsluslörfum Itcfur Örn- ólfur samið kcnnslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náltúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. Náttúrufræðingurinn 69 (2), bls. 109-123, 2000. kynslóða. Mendel var háskólagenginn stærðfræðingur og setti fram tölfræðileg likindi fyrir því hvernig erfðaþættirnir, sem nú eru kallaðir gen, birtust í afkomendum eftir tiltekna kynblöndun. Rannsóknir Mendels, sem hann rakti í fyrirlestri 1865 og birti á prenti næsta ár, vöktu ekki athygli samtímamannahans. En árið 1900, 16 árum eftir andlát Mendels og 34 árum eftir að rit hans birtist, komust þrír evrópskir grasafræðingar - hver öðrum óháð - að sömu niðurstöðu og hann. Síðan hefur braut- ryðjandastarf Mendels verið í heiðri haft, og löngu er ljóst að erfðalögmálin sem hann leiddi fram gilda jafnt um dýr og plöntur og í grundvallaratriðum líka um allar örverur. Stökkbreytingar Mendel gekk út frá því að erfðaþættirnir erfðust óbreyttir milli kynslóða, svo rann- sóknir hans renndu engum stoðum undir kenningar um þróun. Hugo de Vries (1848- 1935), hollenskur grasafræðingur og einn þeirra þriggja sem „enduruppgötvuðu“ lög- mál Mendels um síðustu aldamót, tók eftir arfgengum breytingum sem annað veifið og fyrirvaralaust komu fram í stofnum plantn- anna er hann ræktaði. Hann gaf þessum breytingum heitið mutation, sem útleggst stökkhreyting, og taldi að um væri að ræða upphafið að myndun nýrra tegunda. Þær breytingar sem de Vries greindi tóku til fjölda gena samtímis. Flestar stökk- 109

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.