Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 48

Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 48
19. mynd. Skýringarmynd af kenningu Weismanns um samfellu kímbrautarinnar — lárétta línan neðst á myndinni. (Oldroyd 1983.) B = líkamsfrumur (lfldfumur) Z = okfruma (mynduð við samruna eggfrumu og sáðfrumu) S = sáðfruma \æxlunarfrumur E = eggfruma J breytingar sem menn hafa síðan rannsakað eru breytingar á einstökum genum, en öllum stökkbreytingum, jafnt þeim stærri sem hinum nrinni, er það sameiginlegt að þær birtast óháð því hvort þær eru til tjóns eða gagns við ráðandi aðstæður. Thomas Hunt Morgan (1866-1945), bandarískur erfðafræðingur, sýndi ásamt samstarfsmönnum sínum fram á það með rannsóknum á lítilli flugu, bananaflugu, Drosophila melanogaster, að genin eru í litningum frumukjarnans. Hann sameinaði erfðalögmál Mendels, kenninguna um stökkbreytingar og náttúruvalskenningu Darwins í heilsteyptri skýringu á þróun sem enn stenst í megindráttum: (1) Rannsóknir Mendels leiddu í ljós að erfðaþættirnir renna ekki saman eða blandast í afkomendum heldur haldast í stofnunum, jafnvel þótt áhrif þeirra geti legið niðri um margar kynslóðir. (2) Tilviljunarkenndar, arfgengar stökk- breytingar á þessum erfðaþáttum, genunum, stuðla að breytileika sem náttúran velur síðar úr eða hafnar. (3) Darwin og Wallace sýndu fram á að afbrigði koma fram þegar stofnar einangrast frá umheiminunr og þróunarkenning þeirra gerir ráð fyrir að þau geti smám saman breyst í sjálfstæðar tegundir. Nýlamarckisminn Þýskur dýrafræðingur, August Weismann (1834-1914), var stuðningsmaður Darwins og mjög mótfallinn hugmyndum um það að breytingar af völdum umhverfis gengju að erfðum. Hann skar rófuna af nýfæddum músum í fimm ættliði, samtals 901 mús, en afkvæmin fæddust ævinlega með eðlilega rófu. Með þessu taldi Weismann sig hafa afsannað arfgengi áunninna eiginleika. Hann ályktaði að þær breytingar einar gengju að erfðum sem yrðu á kímbrautinni, það er æxlunarfrumum eða frumum sem þær væru komnaraf (19. mynd). Ymsir líffræðingar voru samt allt fram á miðja 20. öld ósáttir við það að umhverfið gæti ekki kallað fram arfgengar breytingar. Hugmyndir þeirra hafa verið kallaðar nýlamarckismi, þótt sjálfir þættust þeir sannari darwinistar en nokkrir fylgismenn Weismanns og Morgans. Einn þessara manna var Emst Haeckel (1834—1919), virtur þýskur heimspekingur og líffræðingur og einn dyggasti stuðningsmaður Darwins. Annar vísindamaður og síst minna virtur, rússneski sálfræðingurinn og lífeðlisfræð- ingurinn Ivan Pavlov (1849-1936), kenndi músum að leita matar þegar bjöllu var hringt. Mýs af fyrstu kynslóð lærðu ekki að tengja bjölluhljóðið inat fyrr en eftir um 300 til- 110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.