Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 51
tilteknum gerðum prótína - eða kimaröðina í
genunum sem geyma upplýsingar um þessa
röð. Því minni sem munurinn er á röðinni, til
dæmis á kirnum í geni er stýrir niðurröðun
amínósýrueininga í ákveðnu öndunar-
ensími, þeim mun styttra er væntanlega í
sameiginlegan forföður tegundanna sem
saman eru bornar.
Einnig er hægt að bera saman skyldar
tegundir með því að skoða mörg gen og sjá
hve mörg eru hin sömu. Samanburður á
manni og simpansa leiðir tii dæmis í ljós að
munurinn á genum þessara tegunda er tvö
prósent eða minni - sumir segja innan við
eitt prósent.
Þau greinirit eða „ættartré" sem fást með
aðferðum sameindaerfðafræðinnar eru í
flestum tilvikum lík þeini mynd sem líffræð-
ingar höfðu áður gert sér af innbyrðis
skyldleika tegundanna. Nokkur dæmi eru þó
um að sameindaerfðafræðin krefjist endur-
skoðunar á skyldleikanum, eins og brátt
verður vikið að.
Hér er komin hlutlægur mælikvarði á
skyldleika, óháður öllum fyrri aðferðum sem
notaðar hafa verið í þróunarfræðutn.
U rrnuNA flokkun
Með vaxandi þekkingu á skyldleika
tegundanna eykst líffræðingum kjarkur til að
brjóta upp hefðbundin kerfi flokkunar og
raða lífverum í kerfi sem einungis tekur mið
af innbyrðis þróunarskyldleika. Stefnt er að
því að hvergi séu saman í flokkunarheild, til
dæmis tegund, ættkvísl eða ætt, einstak-
lingar sem eru innbyrðis fjarskyldari en þeir
eru einstaklingum af annarri tegund,
ættkvísl eða ætt, eftir því sem við á. Þetta
kallast kladistisk eða fýíógenetísk flokkun
sem mætti útleggja upprunaflokkun.
I mörgum tilvikum hefur þetta ekki í för
með sér breytingar á viðtekinni flokkunar-
fræði. Dýrum eða plöntum sviparoft saman
vegna þróunarskyldleika, svo varla þarf að
leysa upp flokkunarheildir hryggleysingja
eins og til dæmis svampa, smokka, krabba-
dýr eða skrápdýr. Óvíst er hvort ættbálkur
skordýra stenst skilyrði upprunaflokkunar-
innar eða ákveðin vængjalaus skorkvikindi,
svo sem silfurskotta og stökkskottur,
standa nær öðrum deildum liðdýra.
Hefðbundnir flokkar hryggdýra - fiskar,
froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr - falla
allir á þessu prófi.
Fiskamir (þar með vankjálkar, þ.e. slímálar,
steinsugur og forfeður þeirra) eru trúlega
allir af einum meginstofni en mun styttra
þarf að fara aftur í tímann til að finna sam-
eiginlegan forföður skúfugga, svo sem
bláfisksins er enn lifir í Indlandshafi, og
landhryggdýra, til dæmis spendýra, en ætt-
föður skúfugga og ýmissa fiska annarra,
svo sem þorsks eða skötu.
Eins og froskdýr, aldauða og núlifandi,
hafa verið skilgreind virðist ljóst að þau eru
ekki öll komin af einni grein fiska heldur hafa
fornir fiskar oftar en einu sinni gengið á land
og skilið þar eftir sig afkomendur.
Flokkar skriðdýra, fugla og spendýra
standast ekki heldur kröfur upprunaflokk-
unarinnar. Skriðdýrin eru sundurleit að
uppruna og þróun. Mun lengra er til dæmis í
sameiginlegan áa krókódíla og skjaldbakna
en kiókódíla og fugla. Fuglarnir standa þó
enn nær stóreðlum miðlífsaldar, dínósárun-
um, og margir upprunaflokkunarsinnar telja
þá raunar lil dínósára (20. mynd). Hinar
eiginlegu stóreðlur eru þá greindar frá þeim
sem „dxnósárar sem ekki eru fuglar“ (non-
avian dinosaurs). Loks eiu ýmis útdauð
skriðdýr af sama stofni og spendýiin.
(Örnólfur Thorlacius 1994.)
■ aðgreining
TEGUNDANNA
Hver tegund hefur saineiginlegt safn gena,
ákveðið genamengi. Meðan einstaklingaraf
ýmsum stofnum hennar æxlast saman flæða
genin innan tegundarinnar, þótt innbyrðis
hlutfall þeirra sé misjafnt eftir stofnum.
Forsenda þess að ein tegund greinist í tvær
er einhvers konar hindrun eða tdlmi rnilli
stofna sem kemur í veg fyrir kynblöndun.
Stofnarnir beggja vegna tálmans þróast þá
hvor í sína átt og verða að lokum svo ólíkir
að eðlileg kynblöndun verður ekki milli
þeiiTa, jafnvel þótt tálminn væri ekki til
staðar.
113