Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 52
Mislend tegundacreining
Langoftast er tálminn landfrœðilegur.
Finkurnar sem Darwin athugaði á Galáp-
agoseyjum hafa borist þangað frá
meginlandi Suður-Ameríku fyrir löngu og
þróast eftir það óháð finkum þar, auk þess
sem fuglarnir einangruðust á einstökum
eyjum svo þar komu fram sjálfstæðar
tegundir. Tvær tegundir nandúa í Suður-
Ameríku, sem Darwin veitti líka athygli,
þróuðust sín hvorum megin stórfljótsins
Rio Negro, sem þessir ófleygu fuglarkomast
ekki yfir. Önnur augljós dæmi um land-
fræðilega tálma milli stofna eru fjallgarðar og
eyðimerkur. Höf, sem myndast milli megin-
landa við landrek eða við breytingar á
sjávarstöðu, og jöklar, sem sækja fram á
kuldaskeiði, geta líka aðgreint stofna.
Þegar stofnarnir ná ekki saman meðan þeir
skiptast í tegundir er talað um mislenda
tegundagreiningu (allopatric speciation).
H/álend og samlend tegundagreining
Fyrir kemur að stofnar greinist í tegundir án
þess að bil sé milli útbreiðslusvæðanna.
Talað er um hjálenda tegundagreiningu
(parapatric speciation) ef útbreiðslusvæðin
snertast, en samlenda (sympatric) ef stofnar
sem lifa saman á svæði greinast í tegundir.
Flestar tegundir dýra og plantna eru með
tvö mengi litninga í frumunum, annað fengið
frá föður en hitt frá móður við frjóvgun.
Frumur þeirra er sagðar tvílitna og
einstakl ingarn ir tvílitnungar.
Við frjóvgun renna kynfrumur saman tvær
og tvær og afkvæmið erfir yfirleitt jafnmarga
litninga frá móður og föður. Flestar frumur
manns eru til dæmis tvílitna með 46 litninga,
23 úr kynfrumu hvors foreldris. Áður en
nýjar kynfrumur myndast, parast samstæðir
litningar frá rnóður og föður og aðgreinast
síðan þannig að hver kynfruma fær einungis
annan litninginn úr hverri samstæðu.
Kynblendingar milli legunda eru oft lítt
frjóir eða ófrjóir af því að litningarnir í
frumum foreldranna eru mismargir eða mis-
munandi og parast því sjaldan eða aldrei
eðlilega. Hins vegar kemur fyrir að kyn-
blendingar öðlist samanlagða litningatölu
foreldranna. Þegar vel tekst til eignast
þannig kynblendingur greiðlega afkvæmi
með öðrum sams konar einstaklingum en
ekki með foreldragerðunum. Þarna er með
öðrum orðum komin upp ný tegund. Fyrir-
bærið er kallað fjöllitnun og þekkist hjá
plöntum. Það er dæmi um samlenda teg-
undagreiningu.
Nokkrar tegundir af hjálmgrösum,
Galeopsis, vaxa víða um heim. Garðahjálm-
gras, G. tetrahit, er með 32 litninga í
frumunum. Skyldar tegundir, gullhjálmgras,
G. speciosa, og hagahjálmgras, G. pubes-
cens, eru með 16 litninga hvor og erfða-
rannsóknir benda til þess að garðahjálmgras
sé með samanlagða litningana úr hinum
tveimur. Samkvæmt því er garðahjálmgras
fjórlitnungur úr gullhjálmgrasi og haga-
hjálmgrasi.
Fjöllitnun er venjuleg hjá nytjaplöntum.
Ymsartegundir af villihveiti eru tvílitnungar
með 14 litninga í frumunum. Venjulegl
brauðhveiti, Triticum aestivum, er með 42
litninga. Það er sexlitnungur með saman-
lagða litningana úr þremur tegundum villi-
hveitis.
Fjöllitnun er lítt þekkt hjá dýrum og engin
eðlileg hryggdýreru fjöllitna.
Fyrir kemur að stofnar tiltekinnar tegund-
ar haldist aðgreindir þótt þeir lifi á santa stað
ef lífshættirnir eru mismunandi. í Þing-
vallavatni þrífast til dæmis fjórir vel
aðgreindir stofnar af bleikju, Salvelinus
alpinus, mismunandi um útlit, fæðu og
hrygningartíma. Sjálfsagt hafa slfkir stofnar
annarra tegunda einhvers staðar greinst í
sjálfstæðar tegundir, en samt ber þess að
gæta að langflestar tegundir hafa þróast á
aðgreindum svæðum, við mislenda grein-
ingu.
Náttúrlegt val
Val náttúrunnar var að mati Darwins helsti
allgjafi þróunarinnar (þó ekki sá eini) og enn
líta menn á það sem veigamikinn þátt í allri
þróun. Með hugtökum erfðafræðinnar má
lýsa þessu vali á þann veg að ef einstak-
lingar af mismunandi arfgerðum séu mis-
hæfir til að lifa og eignast afkvæmi við
ákveðin skilyrði, breiðist genin sem stuðla
að meiri hæfni út á kostnað hinna.