Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 54
23. mynd. „Finkur Darwins", sex tegundir af œttkvíslinni Geospiza, jarðfinkur: (1) G.
fortis, (2) G. magnirostris, (3) G. difficilis, (4) G. fuliginosa, (5) G. conirostri.v, (6) G.
scandens. (Weiner 1994.)
1973 fylgst með „finkum Darwins" á
Galápagoseyjum. Þeir hafa mælt breytileika í
líkamsgerð fuglanna frá ári til árs, einkum
lögun og stærð nefsins. Þessi breytileiki
stendur í beinu sambandi við breytingar á
aðstæðum. Árið 1977 breyttu þurrkar til
dæmis framboði á fræjum þannig að af því
litla sem var í boði var mest um stór og hörð
fræ. Þá hrundu stofnar allra tegunda, en
einkum þeirra sem gátu ekki nýtt sér þessa
fæðu. Hjá einni tegund, sem lifði á þessum
stóru fræjum (/ á 23. mynd), mældist að
meðaltali stærra og öflugra nef á þeim
fuglum sem lifðu af en verið hafði fyrir
þurrkinn. Þetta breyttist svo þegar meir
rigndi. Þarna fylgjast menn með áhrifum
náttúruvalsins „frá degi til dags“. (Weiner
1994.)
Ef einstaklingar, dýr eða menn, velja helst
maka með vissa arfgenga eiginleika breiðast
genin sem þessum eiginleikum stýra út
innan stofnsins. Þetta kallaði Darwin kynjað
val (sexual selection) og gerði talsvert úr
því, of mikið að mati margra fræðimanna.
Kvendýrin velja skrautlegustu karldýrin -
eða karlar velja sér konur út frá brjósta- eða
mittismáli.
Þótt val náttúrunnar sé mikilvægt er það
116