Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 55
24. mynd. Amish heitir krístinn trúflokkur, stofnaður í Sviss 1693. Amishmenn hafa nú runnið saman við áþekka söfnuði í Evrópu en í Vesturálfu lifa nokkrir söjhuðir þeirra og blandast lítt öðrum. Vegna þessa og genasamsetn- ingar upphaflega landnema- hópsins er í amishsöfnuði í Penn- sylvaníu talsvert um erfðagalla sem annars staðar eru sjaldgœfir, svo sem Ellis van Creveld-heil- kenni („sexfingra dvergvöxt"), eins og barnið á myndinni líður af. (McKusick, Victor 1969. Hu- man Genetics. Prentice Hall, New Jersey.) ekki eina aflið sem mótar þróunina. Þáttur stökkbreytinga hefur þegar verið nefndur. í litlum stofni má búast við genaflökti, tilviljunarkenndum breytingum á tíðni einstakra gena. Einstök gen geta jafnvel með öllu horfið úr stofninum en önnur breiðst út. I vissum einangruðum sértrúarflokkum í Bandaríkjunum, sem komnir eru af fá- mennum hópum evrópskra innflytjenda og hafa öldum saman lítt blandað geði og genum við aðra menn, má enn merkja afbrigðilega genatíðni landnemanna (24. mynd). Hér tala menn um landnemaverkun. I stofnum allra tegunda má greina veru- lega fjölbreytni í eðlilegunt, arfgengum ein- kennum, þar sem eitt virðist hvorki betra né verra en annað. Til dærnis þekkjast afbrigði af ýmsum ensímum sem öll virðast skila hlut- verki sínu í efnaskiptunum jafnvel. Margir telja að tilviljun ein ráði útbreiðslu slíkra ein- kenna og þar með genanna sent stýra þeim. Þó er rétt að túlka þetta með gát. Stundum kemur í ljós að sérkenni sem engu máli virðist skipta getur haft örlagarík áhrif við sérstakar aðstæður. Ætla mætti að ekki varði miklu fyrir einstakling hvort hann er í blóðflokki A eða B. En ákveðnir sjúkdómar leggjast mun þyngra á menn í einum blóðflokki en öðrum. Menn í A-flokki virð- ast til dæmis þola betur bólusótt en aðrir. Það er tæpast tilviljun hversu útbreiddur þessi blóðflokkur er nú meðal afkomenda þeirra indíána sem verst urðu fyrir barðinu á bólunni í Kanada eftir að hvítir rnenn báru sóttina til Vesturheims. Þekkt eru önnur mein sent leggjast frekar á menn í öðrum blóðflokkum. 117

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.