Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 57
stuðnings þessum hugmyndum að frum- efnið iridín eða iridíum hefði greinst í miklum mæli í setlögum á mörkum miðlífs- og nýlífsaldar (krítar-tertíer skilunum) um allan heim. Annars staðar í jarðskorpunni er mjög lítið um þetta efni en talsvert er af því í loftsteinum, smástirnum og halastjörnum, og raunar einnig í jörðinni þegar undir skorpuna kemur, svo þess vegna gætu meiriháttar eldsumbrot hafa eytt risaeðl- unum. Ymsarrannsóknirrenna samt stoðum undir þá kenningu Alvarezfeðga að iridínlagið sé komið utan úr geimnum. Meðal annars telja menn sig hafa fundið gíginn eftir halastjörnuna eða loftsteininn sem ósköpunum hafi valdið, um 180 km í þver- mál, á norðurenda Yukatánskaga í Mexíkó. (Haraldur Sigurðsson 1993.) Sem fyn- segir eru krítar-tertíer skilin ekki eina dæmið um aldauðabylgju í sögu jarðar. I jarðiögum frá mótum fornlífs- og miðlífs- aldar, perm-trías skilunum, frá því fyrir um 250 milljón árum, má greina enn gífurlegri al- dauða. Þá hurfu um 95% af tegundum hryggleysingja í sjó. Margar minni aldauða- bylgjur eru nú þekktar og þær virðast ganga yfir á um 26 milljón ára fresti (sjá 1. mynd hjá Haraldi Sigurðssyni 1993, bls. 46). Menn hafa reynt að tengja þetta við atburðarás utan sólkerfis okkar en tengslin eru óljós. Haraldur Sigurðsson lýkur grein sinni (1993) með þessum orðuni: Ef við lítum aftur á 1. mynd kemur í ljós um 26 milljón ára tíðni sent bæði útdauði og árekstrar meiri háttar loftsteina eða halastjarna virðast fylgja. Það er engu li'kara en lffriki jarðar sé stjórnað af geimklukku sem slær á 26 milljón ára fresti. Enn er hart deilt um gildi og reyndar raun- veruleika þessarar tíðni, en það er til dæmis athyglisvert að hún er svipuð og tíðnin í sveiflu sólkerfisins unt miðás Vetrarbrautarinnar. (Hér er sleppt tilvitnunum í heimildir sem höfundur tilgreinir.) Fleiri skýringar eru samt hugsanlegar, bæði á iridínsetinu og aldauðabylgjunum, svo sem að jörðin hafi á þessum tímum farið gegnum allþétt efnisský á för sólkerfisins um vetrarbrautina, sem raskað hafi aðstæð- um hér. Samkvæmt þessari nýju hamfarakenningu hefur úrval náttúrunnar varla verið virkt meðan ósköpin dundu yfir. Sjálfsagt hafa þær tegundir lifað af hamfarirnar sem til þess voru hæfastar. En þá voru aðstæður allar gerólíkar þeim skilyrðunt sem lífverur lifðu við fyrir þessi ragnarök og eftir þau. Má því segja að í hverri hamfarahrinu hafi lífverum verið eytt að talsverðu leyti af tilviljun. Þar með var sviðið rutt fyrir nýjar tegundir sem þróuðust ört og fylltu í skörð þeirra sem voru horfnar. Það var tilviljun af þessu tagi seni eyddi risaeðlunum fyrir 65 milljón árum, ekki yfirburðir spendýranna. Hefði hala- stjarnan eða loftsteinninn þá farið hjá mætti jafnvel ætla að veldi risaeðlnanna stæði enn. ■ SAMFELLD ÞRÓUN EÐA SLITRÓTT jAFNVÆGI? Gagnrýnendur þróunarkenningarinnar bentu snemma á það að enginn hefði nokkru sinni lesið það úr steingervingum hvernig ein tegund breyttist í aðra. Tegundirnar virðast furðu stöðugar í langan tíma. Skýring þróunarsinna hefur löngum verið sú að steingervingaskráin í jarðlögunum væri of slitrótt og ófullkomin til þess að búast mætti við því að úr henni mætti lesa þróun tegundar. Margir steingervingafræðingar eru ósáttir við þessa skýringu og árið 1972 settu tveir Bandaríkjamenn úr þeirri stétt, Niles Eldredge og Stephen Jay Gould. fram nýja kenningu sem þeir kenndu við punctuated equilibrium. Það mætti útleggja „slitrótt jafnvægi“. Kenningin gerir ráð fyrir því að tegundirnar séu mjög stöðugar og taki því sáralitlum breytingum í langan tíma. Ný tegund niyndast við það að einhvers staðar, jafnan í útjaðri útbreiðslusvæðis gamallar tegundar, verður röð breytinga í litlum, einangruðum stofni. Þar sem stofninn er lítill getur hann breyst hratt, og á skömmum tíma, kannski nokkrum ár- þúsundum, þróast þarna ný tegund. Þessi tími er of stuttur og svæðið þar sem þróunin fer fram of takmarkað til þess að Ifklegt sé að þróun tegundarinnar verði lesin úr jarðlögum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.