Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 58

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 58
25. mynd. Þróun mosadýra af œttkvíslinni Metrarabdotus í Karíbahafi verður best skýrð með slitróttu jafnvœgi: Nýjar tegundir birtast skyndilega og foreldristegundir lifa oft áfram samtímis þeim. Tíminn gengur upp síðuna; lárétti ásinn sýnir mun á svipgerð. Nýjar tegundir ent tölusettar og auðkenndar „n.sp.“ (Ridley 1996). Ef nýja tegundin er vel aðhæfð aðstæðum má búast við að hún breiðist ört út og þá birtist hún fullmótuð - og að því er virðist óbreytanleg - í safni steingervinga í jarðlögum. Ekki eru allir sáttir við þessa nýju hugmynd. Margir þróunarfræðingar telja enn að tegundirnar hafi þróast á löngum tíma og gloppurnar í steingervingaskránni séu fullnægjandi og eðlileg skýring á því að hvergi hefur tekist að fylgjast með því hvernig ein tegund breytist í aðra. Vel má vera að báðar þessar skýringar séu réttar - að sumar tegundir hafi greinst að við slitrótt jafnvægi (25. mynd) en þróun annarra hafi verið samfelld og gerst á lengri tíma (26. mynd). ■ UPPRUNl LÍFSINS Áður var það skoðun margra að líf kviknaði í sífellu af sjálfu sér enda þóttust menn víða sjá þessa merki, svo sem þegar maðkar kviknuðu í kjöti og breyttust síðan í fiskiflugur eða gerlar og aðrar örverur birtust í vatnssýnum. Svo seint sem í upphafi 19. aldar taldi virtur læknir og lífeðlisfræðingur, Carl Asmund Rudolphi, prófessor við Berlínarháskóla, að innyfla- ormar sem hann greindi í búkum sjúkra manna væru ekki orsök heldur afleiðing sjúkdómsins og hefðu kviknað fyrir tilstilli hans. Þegar á 19. öldina leið var hugmyndinni um sjálfkviknun lífvera hafnað. Þróunar- sinnar gátu þá ekki lagt fram neina 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.