Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 9
4. mynd. Sólarhringsúrkoma í Andakílsárvirkjun frá maí til október 1996 og 1997 (efri mynd) og jarðvatnsstaða íHestmýri á sama tímabili íholu (nr. 12) sem var 6 m frá framrœsluskurði á sniði II (neðri mynd). - Daily precipi- tation in May through October at a weather station 5 km from Hestur (above) and water table depth at the site over the same period, in a hole (no. 12) positioned 6 m from a drainage ditch on transect II (below). Niðurstöður Niðurstöður mælinga á jarðvatns- stöðu og samanburður milli ár- anna 1996 og 1997 sýna að góður árangur hefur orðið af fyllingu skurða í mýrinni. Sumarið 1996 voru áhrif skurða ájarðvatnsstöðu mjög greinileg. Hún var lægst við skurðina og hækkaði út frá þeim. Inni á framræsta svæðinu var vatnsstaða lægst við miðskurð- inn. Þar fór hún niður á um 160 sm er hún var lægst síðari hluta júlí, en á mestum hluta svæðisins var hún þá á 20-100 sm dýpi (3. mynd). í holum ofan við skurðinn sem er undir Mávahlíðarmelum fór jarð- vatnsstaða aldrei niður fyrir 10 sm. Þar stóð land hæst á því sniði sem sýnt er og framræslu gætti ekki (3. mynd). Er leið á haustið 1996 hækkaði jarðvatnsstaða í mýrinni með rigningum og kólnandi tíð en áhrif skurðanna voru þá einnig mjög greinileg og mynstrið það sama og fyrr um sumarið (3. mynd). Sumarið 1997 mældist lægsta jarðvatnsstaða í einstökum holum 89 sm og í flestum þeirra seig hún aldrei svo langt niður (3. mynd). Þegar jarðvatnsstaðan var lægst síðari hluta júlí stóð jarðvatn á innan við 40 sm dýpi í mestum hluta mýrarinnar og víða var hún nærri yfirborði. Lítil merki voru um fram- ræsluáhrif þar sem skurðirnir höfðu verið. I mýrinni stóð jarðvatn lægst í holum utan í malarhrygg sem liggur niður miðja þá kvos sem mýrin er í (1. mynd). Er leið á haustið 1997 hækkaði jarðvatnsstaðan eins og haustið áður. Sá munur var á að vatn stóð nú nærri yfirborði um allt mýrarsvæðið (3. mynd). Ef jarðvatnsstaðan er borin saman þessi tvö ár á þeim tíma sumars þegar vatn stendur lægst í jarðvegi má sjá að fylling skurðanna hefur leitt til þess að jarðvatn í mýrinni hefur hækkað að jafnaði um 20-160 sm á framræsta hlutanum (3. mynd). Urkoma var ekki mæld í Hestmýri þessi tvö sumur en úrkomutölur frá Andakílsárvirkjun, sem er í 5 km fjarlægð frá svæðinu, sýna að úrkoma á tímabilinu maí-október var svipuð bæði sumrin, 603 mm 1996 og 605 mm 1997. Minna rigndi í Andakíl fyrri hluta sumars 1997 en úrkoman var heldur meiri er á leið í samanburði við 1996. Þegar vatnsstaða í einstökum holum er skoðuð má sjá að hún sveiflast nokkuð í takt við úrkomuna bæði sumrin (4. mynd). Gróðurfar í Hestmýrinni reyndist vera með talsverðum votlendisblæ sumarið 1996, enda þótt meira en 10 ár væru liðin frá því að framræslu lauk (5. mynd). Starir reyndust enn vera ríkjandi í gróðri og var heildarþekja 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.