Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 34
laganna, en litlar sem engar bárur eða geislarif eru á yfirborði þeirra (2. mynd). Því leggjum við til að skeljar þessar verði nefndar gáruskeljar og elsta lífbeltið í Tjör- neslögunum gáruskeljalög. Gáruskeljar í Tjörneslögum eru taldar til þriggja tegunda. Latnesk nöfn þeirra eru nú oftast rituð Venerupis aurea (Gmelin, 1791), Venerupis rhomboides (Pennant, 1777) og Venerupis pullastra (Montagu, 1803). Tegundir þessar eru ekki lengur taldar til ættkvíslarinnar Tapes, eins og gert var áður og GuðmundurG. Bárðarson gerði árið 1925 þegar rit hans um Tjömeslögin kom út. Skal tegundunum nú lýst nánar. Venerupis aurea (glóskel) er fremur stutt og næstum þríhyrnd að lögun, með nefið um það bil þriðjung frá framenda (2. mynd a-b). Hlutfall milli hæðar og lengdar (h/1) er oftast á bilinu 0,72-0,84. Aftari bakrönd er kúpt en fremri bakrönd lítið eitt innsveigð framan við nefið. Yfir- borðið er alsett fínum gárum. Hjörin er með þrjár allgreinilegar aðaltennur. Tengsla- flöturinn er langur en möttulbugurinn frekar grunnur og nær inn í aftanverða skelina ríflega þriðjung af lengd hennar. VENERUPIS RHOMBOIDES (BUGSKEL) er að mörgu leyti Iík V. aurea, en þó meira tígullaga (2. mynd c-d). Hún er einnig með kúpta aftari bakrönd og lítið eitt innsveigða fremri bakrönd (Holme 1961). Yfirborðið er alsett fínum gárum, en oft eru þær ógreini- legar á svæðinu við nefið. Möttulbugurinn er ögn grynnri en hjá V. aurea. Þessi tegund er hins vegar lengri og hlutfall milli hæðar og lengdar (h/1) oftast á bilinu 0,65-0,72. Auk þess verður hún mun stærri en V. aurea og er stærst þessara gáruskelja úr Tjörnes- lögum. Venerupis pullastra (möttulskel) er áberandi lengri en hinar tvær tegundirnar (2. mynd e-f). Þannig verður bak- og kvið- rönd nær samsíða og hlutfall milli hæðar og lengdar (h/1) er oftast á bilinu 0,59-0,67. Aftari bakrönd er mun þverskornari hjá þessari tegund en hinum en fremri bakrönd er svipuð að lögun. Yfirborðið er alsett fínum gárum sem eru mest áberandi á afturenda skeljarinnar. A miðhluta hennar eru einnig fínir geislar eða lágar bárur sem ná frá nefi og niður að kviðrönd. Möttul- bugurinn er dýpri en hjá V. aurea og V. rhomboides og nær því sem næst inn í miðja skel (2. mynd g). Þjóðverjinn Gustav G. Winkler (1863) gat fyrstur um gáruskel úr Tjörneslögum og nefndi hana Tapes virginea. Nú er þetta nafn af flestum fræðimönnum talið samheiti Venerupis rhomboides (áður Tapes rhom- boides), en ekki hefur tekist að finna ein- tökin sem Winkler skoðaði til þess að stað- festa greiningu hans. Daninn Hans Schlesch, sem var um skeið lyfsali á Seyðisfirði, nefndi Tapes aureus (nú Venerupis aurea) úr lögunum í alllangri ritgerð sem birtist árið 1924, ári áður en Guðmundur G. Bárðarson gat um sömu tegund í fyrrnefndu riti sínu. Schlesch virðist ekki hafa haft neitt eintak undir höndum sjálfur og vísar í óbirt handrit eftir Danann Christian M. Poulsen, sem varðveitt er í bókasafni Jarðfræðisafns Háskólans í Kaupmannahöfn, en handritið er talið vera frá árinu 1884. Skeljasafn Guðmundar G. Bárðarsonar er að mestu leyti varðveitt í Náttúrufræðistofnun Islands í Reykjavík. Hluti þeirra skelja sem hann taldi til Tapes aureus er nær örugglega rétt ákvarðaður, en allmörg eintök eru mun líkari Venerupis pullastra (áður Tapes pullastra) og Venerupis rhomboides og virðast tilheyra þeim. Á það skal hins vegar bent að það var alltaf hugmynd Guðmundar að skrifa ítarlegra rit um skeldýr í Tjörneslögum og var hann byrjaður á því verki er hann féll frá. Englendingurinn Peter E.P. Norton gat aðeins um gáruskeljategundina Venerupis aurea úr Tjörneslögum í grein sem birtist 1975 og að lokum nefndu Rússinn Júrí B. Gladenkov, Hollendingurinn Gerard Spaink og fyrrnefndur Peter E.P. Norton þrjár tegundir gáruskelja í riti um lindýr og hrúðurkarla í Tjörneslögum sem þeir tóku saman og gefið var út árið 1980. Þeir sögðu frá Venerupis aurea, V. rhomboides og V. perovalis í neðri hluta gáruskeljalaga og 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.