Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 43
4. mynd. Meðalvindhraði á fjórum veðurathugunarstöðvum suðvestanlands og á Þingvöllum í mismunandi vindáttum. - The mean wind speed at 4 stations in SW-Iceland and at Þingvellir as afunction of wind direction at Keflavik Air- port. ■ VINDSTRENGIR OG SKJÓL Fleira vekur athygli á 3. mynd. T.d. eru allmargir staðir þar sem vindur er minni en víðast annars staðar. Má þar nefna Hvera- gerði og Gufudal, Þingvalla- sveit, svæði norður af Lönguhlíð og síðast en ekki síst þann hluta Hvalfjarðar sem er til hlés við Esju. Búast má við að skjólið sé háð því f hvernig viðnám við jörð er | reiknað og ber því ekki að 1 taka það of bókstaflega. Þess má líka geta að vitað er að ekki er alltaf góðviðri undir hlíðum Esju í suð- austanátt, og stundum er þar mun hvassara en annars staðar. Tengjast slík hvass- viðri líklega fjallabylgjum, sem ekki fer sögum af að hafi haft áhrif á vind á láglendi þennan dag. Lítið er um veðurathuganir á þessum skjólsælu stöðum, að Þing- völlum undanskildum. Þar var veður athugað með hefð- bundnum hætti um áratuga skeið til ársins 1983 og frá maí 1996 hafa verið gerðar athuganir á vindi, hita og raka með sjálfvirkum tækjum. Verður nú nánar litið á þær mælingar, m.a. með það fyrir augum að kanna hversu raunverulegt það skjól er sem reiknitilraunin gefur til kynna að fmna megi á Þingvöllum þegar vindur blæs af suðaustri. 4. mynd sýnir meðalvindhraða í helstu vind- áttum, annars vegar á Þingvöllum og hins vegar að meðaltali á fjórum öðruin stöðvum suðvestanlands, en þær ættu að gefa rauns- anna mynd af meðalvindi við suðvestur- ströndina. Stöðvarnar eru Reykjavík, Keflavíkurflugvöllur, Reykjanesviti og Eyrarbakki. Miðað er við vindátt á Kefla- víkurflugvelli, en þar er land fremur flatt og vindátt að jafnaði líkust því sem væri ef engin fyrirstaða væri af fjöllum eða óreglu- legu landslagi. Reiknað er með 6 athugunum á dag, á 3 klst. l'resti frá kl. 9 á morgnana lil miðnættis á tímabilinu frá 1. júní 1996 til jafnlengdar á árinu 1997. Það er óneitanlega stuttur tími þegar veðurfar er kannað, en samanburður við fyrri alhuganir gefur til kynna að þetta eina ár gefi raunsanna mynd af vindi á Þingvöllum. Á þessum tíma reyndist meðalvindhraði á stöðvunum fjórum vera 5,3 m/s en 4,2 m/s á Þingvöllum (3 vindstig spanna bilið 3,4—5,4 m/s) Sá 41

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.