Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 43

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 43
4. mynd. Meðalvindhraði á fjórum veðurathugunarstöðvum suðvestanlands og á Þingvöllum í mismunandi vindáttum. - The mean wind speed at 4 stations in SW-Iceland and at Þingvellir as afunction of wind direction at Keflavik Air- port. ■ VINDSTRENGIR OG SKJÓL Fleira vekur athygli á 3. mynd. T.d. eru allmargir staðir þar sem vindur er minni en víðast annars staðar. Má þar nefna Hvera- gerði og Gufudal, Þingvalla- sveit, svæði norður af Lönguhlíð og síðast en ekki síst þann hluta Hvalfjarðar sem er til hlés við Esju. Búast má við að skjólið sé háð því f hvernig viðnám við jörð er | reiknað og ber því ekki að 1 taka það of bókstaflega. Þess má líka geta að vitað er að ekki er alltaf góðviðri undir hlíðum Esju í suð- austanátt, og stundum er þar mun hvassara en annars staðar. Tengjast slík hvass- viðri líklega fjallabylgjum, sem ekki fer sögum af að hafi haft áhrif á vind á láglendi þennan dag. Lítið er um veðurathuganir á þessum skjólsælu stöðum, að Þing- völlum undanskildum. Þar var veður athugað með hefð- bundnum hætti um áratuga skeið til ársins 1983 og frá maí 1996 hafa verið gerðar athuganir á vindi, hita og raka með sjálfvirkum tækjum. Verður nú nánar litið á þær mælingar, m.a. með það fyrir augum að kanna hversu raunverulegt það skjól er sem reiknitilraunin gefur til kynna að fmna megi á Þingvöllum þegar vindur blæs af suðaustri. 4. mynd sýnir meðalvindhraða í helstu vind- áttum, annars vegar á Þingvöllum og hins vegar að meðaltali á fjórum öðruin stöðvum suðvestanlands, en þær ættu að gefa rauns- anna mynd af meðalvindi við suðvestur- ströndina. Stöðvarnar eru Reykjavík, Keflavíkurflugvöllur, Reykjanesviti og Eyrarbakki. Miðað er við vindátt á Kefla- víkurflugvelli, en þar er land fremur flatt og vindátt að jafnaði líkust því sem væri ef engin fyrirstaða væri af fjöllum eða óreglu- legu landslagi. Reiknað er með 6 athugunum á dag, á 3 klst. l'resti frá kl. 9 á morgnana lil miðnættis á tímabilinu frá 1. júní 1996 til jafnlengdar á árinu 1997. Það er óneitanlega stuttur tími þegar veðurfar er kannað, en samanburður við fyrri alhuganir gefur til kynna að þetta eina ár gefi raunsanna mynd af vindi á Þingvöllum. Á þessum tíma reyndist meðalvindhraði á stöðvunum fjórum vera 5,3 m/s en 4,2 m/s á Þingvöllum (3 vindstig spanna bilið 3,4—5,4 m/s) Sá 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.