Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1998, Side 65
6. mynd. Samband tvívetnis (D) við súrefni-18 (m0) í vatni af nokkrum jarðhitasvœðum. Þessi mynd er birtist upphaflega í grein eftir Craig o.fl. (1956) og síðar breytt hjá White (1970). Hallandi línan á myndinni gildir íflestum tilvikum umferskvatn. Frávikfrá þeirri línu, þ.e. úrkomulínunni, nefnist súrefnishliðrun og stafar hún af efnaskiptum jarð- hitavatnsins við bergið sem það hefur streymt um. Eins og sést af myndinni er tvívetnis- innihald úrkomu og jarðhitavatns á hverju svœði nánast eins. Það bendir til þess að jarðhitavatnið sé staðbundin úrkoma að uppruna. tvívetnisinnihald og staðbundin úrkoma í dag, þó svo það sé slík úrkoma að uppruna (Ámý E. Sveinbjörnsdóttir 1988, Stefán Amórsson o.fl. 1993, Stefán Amórsson og Auður Andrésdóttir 1995). í ljósi þessa er ekki sjálfgefíð hvemig nota skuli tvívetni og súrefni-18 sem kenniefni. Um það verður fjallað nánar í seinni greininni í þessum flokki. ■ UTANGARÐSEFNI Edli og uppruni utangarðsefna Efnum sem em uppleyst í jarðhitavatni hefur verið skipt í tvo flokka. Annars vegar eru hvarfgjörn efni og hins vegar óhvarfgjörn. Hin óhvarfgjörnu efni hafa einnig verið nefnd utangarðsefni, sem lýsir vel þeim eiginleikum þeirra að þau tapast ekki úr vatninu ef þau hafa einu sinni borist í það vegna þess að þau sýna enga tilhneigingu til þess að ganga inn í steindir sem hin hvarfgjörnu efni mynda við útfellingu úr vatninu. Utangarðsefni má nota sem kenni- efni til að rekja uppruna jarðhitavatns á sambærilegan hátt og tvívetni. Klór, bróm og bór eru algengustu utangarðsefnin í jarðhitavatni. Utangarðsefni eru frábrugðin tvívetni að því leyti að uppruni þeirra er gjarnan annar en vatnsins sjálfs. Mögulegir upprunastaðir eru sjávarúði, bergið sem jarðhitavatnið streymir um, jarðsjór og kvika. Hitagjafi háhitasvæða virðist yfirleitt vera kviku- innskot. Þegar kvikan kólnar og storknar sleppa úr henni ýrnis efni sem eru rokgjörn við hið háa hitastig kvikunnar og leita þau upp í jarðhitavatnið yfir innskotunum. 63

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.