Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 66
7. mynd. Kort sem sýnir meðalstyrk klórs (mg í lítra) í úrkomu á Islandi (frá Freysteini Sigurðssyni og Kristni Einarssyni 1986). Klór og bór Hér á landi hafa klór og bór verið notuð nokkuð til að afla vitneskju um uppruna jarðhitavatns (Stefán Arnórsson og Auður Andrésdóttir 1995). Nota mætti bróm í stað klórs í sama tilgangi. Ef til vill gæti einhverjum dottið í hug að éinnig mætti nota bróm í stað bórs, þ.e. klór og bróm saman, en vegna þess að hlutfall klórs við bróm er svipað í sjó, bergi og kviku er ekki mögulegt að nota hiutfall þessara efna til að greina á milli mögulegra upprunastaða. A hinn bóginn er hlutfall klórs (og bróms) við bór allt annað í sjó en í bergi og kviku. I sjó er þungahlutfallið nálægt 4350 en í basalti (blágrýti og grágrýti) og basaltkviku er það oftast á bilinu 50-150 og algengast er að gildin séu í kringum 100. í sjávarúða er hlutfall klórs við bór hið sama og í sjó. Sjávarúði myndast við það að vindur rífur dropa af ölduföldum og þeytir þeim upp í loftið. Ef loftið er þurrt geta droparnir gufað upp. Saltið úr þeim myndar þá agnir sem áfram svífa í loftinu. Að jafnaði er mest af sjávarúða og svifögnum næst sjónum. Magnið minnkar með hæð yfir sjó og fjarlægð frá sjó. Þegar rignir eða snjóar tekur úrkoman til sín sjávarúðann og svifagnirnar - hreinsar loftið - og fær þannig í sig nokkra sjávarseltu. Mest er af söltum í úrkomu við sjóinn en minnst inni á hálendi þar sem íjöll og jöklar eru hæst. Á 7. mynd er sýnt hvemig styrkur klórs í úrkomu breytist yfir landið. Nánast allt klór og bór í yfirborðsvatni er ættað frá sjávarúða. Sama er að segja um klór í köldu grunnvatni. Hins vegar getur umtalsverður hluti bórs í slíku vatni verið kominn úr berginu sem vatnið fer um. Eftir því sem jarðhitavatn er heitara nær það að skola meiri klór og bór úr berginu. Á 8. mynd er sýnt hvernig styrkur þessara efna vex með hita í vatni af lághitasvæðinu í Hrepp- um og á Landi á Suðurlandi. Þegar mestallt það klór og bór sem mælist í jarðhitavatni er komið frá bergi eða kviku er hlutfall efnanna svipað og í bergi (kviku). El' 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.