Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 1998, Síða 66
7. mynd. Kort sem sýnir meðalstyrk klórs (mg í lítra) í úrkomu á Islandi (frá Freysteini Sigurðssyni og Kristni Einarssyni 1986). Klór og bór Hér á landi hafa klór og bór verið notuð nokkuð til að afla vitneskju um uppruna jarðhitavatns (Stefán Arnórsson og Auður Andrésdóttir 1995). Nota mætti bróm í stað klórs í sama tilgangi. Ef til vill gæti einhverjum dottið í hug að éinnig mætti nota bróm í stað bórs, þ.e. klór og bróm saman, en vegna þess að hlutfall klórs við bróm er svipað í sjó, bergi og kviku er ekki mögulegt að nota hiutfall þessara efna til að greina á milli mögulegra upprunastaða. A hinn bóginn er hlutfall klórs (og bróms) við bór allt annað í sjó en í bergi og kviku. I sjó er þungahlutfallið nálægt 4350 en í basalti (blágrýti og grágrýti) og basaltkviku er það oftast á bilinu 50-150 og algengast er að gildin séu í kringum 100. í sjávarúða er hlutfall klórs við bór hið sama og í sjó. Sjávarúði myndast við það að vindur rífur dropa af ölduföldum og þeytir þeim upp í loftið. Ef loftið er þurrt geta droparnir gufað upp. Saltið úr þeim myndar þá agnir sem áfram svífa í loftinu. Að jafnaði er mest af sjávarúða og svifögnum næst sjónum. Magnið minnkar með hæð yfir sjó og fjarlægð frá sjó. Þegar rignir eða snjóar tekur úrkoman til sín sjávarúðann og svifagnirnar - hreinsar loftið - og fær þannig í sig nokkra sjávarseltu. Mest er af söltum í úrkomu við sjóinn en minnst inni á hálendi þar sem íjöll og jöklar eru hæst. Á 7. mynd er sýnt hvemig styrkur klórs í úrkomu breytist yfir landið. Nánast allt klór og bór í yfirborðsvatni er ættað frá sjávarúða. Sama er að segja um klór í köldu grunnvatni. Hins vegar getur umtalsverður hluti bórs í slíku vatni verið kominn úr berginu sem vatnið fer um. Eftir því sem jarðhitavatn er heitara nær það að skola meiri klór og bór úr berginu. Á 8. mynd er sýnt hvernig styrkur þessara efna vex með hita í vatni af lághitasvæðinu í Hrepp- um og á Landi á Suðurlandi. Þegar mestallt það klór og bór sem mælist í jarðhitavatni er komið frá bergi eða kviku er hlutfall efnanna svipað og í bergi (kviku). El' 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.