Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 21
2. mynd. Smásjárteikning af
bergþynnu af ólivínþóleiíti.
Þráinsskjaldarhraun (RE 56,
NI 4689), sýni tekið við
Reykjanesbraut, suðvestur af
Vatnsleysu. Ólivíndílar með
örsmáum innlyksum af króm-
spínli, í grunnmassa sést
plagióklas (hvítt), klínópyr-
oxen (með deplum), ólivín
(þykkar rendur), og magnetít
og ilmenít (svart). Berg-
mynstur er ófitískt. — Micro-
drawing of the Práinsskjöldur
olivine tholeiite lava (RE 56,
NI 4689). Phenocrysts of oli-
vine with tiny chrome spinel
inclusions. The groundmass is
composed of plagioclase, clin-
opyroxene, olivine, magnetite
and ilmenite. The texture is
ophitic.
stakar megineldstöðvar hafi verið
rannsakaðar ítarlega, eins og t. d.
Þingmúlaeldstöðin í Skriðdal (Carmic-
hael 1964). Hér er það mestur vand-
inn, hvað mörkin á milli ólivínþóleiíts
og þóleiíts hafa verið óglögg. Þó er
engin vafi á því, að ólivínþóleiít er
sjálfstæð bergtegund. Hér í þessum
greinum er fylgt í flestu skilgreiningum
Carmichaels (1964) á ólivínþóleiíti og
þóleiíti, þó er gerð sú breyting á, að
hvað varðar efnasamsetningu eru
mörkin á milli þessara bergtegunda
lögð við 8.5% MgO (Sveinn P. Jakobs-
son 1979), en ekki u. þ. b. 5,5% MgO
eins og hjá Carmichael. Það styður
þessa skiptingu á milli ólivínþóleiíts og
þóleitíts, að flestöll nútímahraun með
MgO-hlutfall sem er hærra en 8,5%,
eru dyngjuhraun, en flestöll hraun
með minna en 8,5% MgO eru apal-
hraun.
Eftir því sem næst verður komist er
magn ólivíndíla í ólivínþóleiíti oftast á
bilinu 1 — 10%. Plagíóklasdílar eru oft
til staðar, en í mismunandi miklu
magni, þó sjaldan meira en 8—10%
rúmmáls. Pyroxendílar eru mjögsjald-
gæfir. Við smásjárskoðun ber að hafa í
huga það einkenni, að málmsteinarnir
magnetít og ilmenít myndast síðast
steintegunda grunnmassans og laga sig
því alltaf eftir yfirborði hinna steinteg-
undanna (eru interstitial).
í handsýni þekkist ólivínþóleiít frá
þóleiíti helst á því, að ólivínþóleiít er
ljósara og fín- til millikornótt, þóleiít
er oftast dulkornótt og þétt í sér; óli-
víndílar eru algengir í ólivínþóleiíti, en
sjaldgæfir í þóleiíti, en hið síðarnefnda
er oft plagíóklas- og ágítdílótt. Stund-
um gætir flæðimynsturs (straumflög-
unar) í þóleiíti, en nær aldrei í ólivín-
þóleiíti. Pikrít þekkist frá ólivínþóleiíti
15