Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 3
Elsa G. Vilmundardóttir, Agúst Guðmundsson og Snorri Páll Snorrason: Jarðfræði Búrfells og nágrennis INNGANGUR Á undanförnum árum hafa virkjun- arframkvæmdir á vatnasviði Þjórsár ofan Búrfells kallað á umfangsmiklar jarðfræðirannsóknir, sem hafa staðið yfir í rúma tvo áratugi. Á Vatnsorku- deild Orkustofnunar er nú unnið að gerð korta, sem sýna helstu þætti ber- grunnsins auk korta, sem sýna jarð- grunn (laus jarðlög) og enn önnur, sem sýna vatnafar. Jarðfræðikortið er fylgir þessu hefti Náttúrufræðingsins er fyrsta kortið í fyrirhugaðri kortaút- gáfu Orkustofnunar og Landsvirkjun- ar, en 1. mynd sýnir svæðið sem kortið nær til. Helstu not af berggrunnskortunum í sambandi við virkjunarrannsóknir eru eftirfarandi: 1) Bergrunnskort sýna undirstöður mannvirkja, og auðvelda mjög hönnun þeirra, hvort sem er ofan- eða neðan jarðar. 2) Þau auðvelda val á virkjunarstöð- um og með þeirra hjálp er reynt að sneiða hjá svæðum með óheppi- legum jarðlögum og svæðum, sem geta orðið fyrir náttúruhamförum. 3) Þau auðvelda leit að bygging- arefnum. 4) Þau eru grundvöllur að skilningi á vatnafari og þar með grundvöllur að vatnafarskortum og -líkönum. Þekking á vatnafræði er ein af frumforsendum vatnsaflsvirkjana. 5) Þau sýna legu mismunandi jarðlaga í rúmi og tíma og eru þannig lykill- inn að afstöðu þeirra, hvað varðar uppruna, útbreiðslu og gerð. Þekk- ing á uppbyggingu jarðlaga er nauðsynleg til þess að unnt sé að skilja og túlka legu og gerð þeirra á hverjum stað. í þessu tilliti eru kortin nauðsynlegur grunnur við gerð ýmissa sérkorta, t. d. við túlk- un borholusniða á virkjanastöðum og annarra sérhæfðra rannsóknar- gagna. 6) Auk þess hafa kortin að sjálfsögðu einnig almennt upplýsingagildi og geta þannig stuðlað að ýmsum sér- hæfðum rannsóknum, t. d. í berg- fræði og eldfjallafræði. Berggrunnur er flokkaður eftir aldri, berggerð, segulstefnu og mynd- unum. Aldursflokkarnir eru: 1. Berg frá ísöld (plíó-pleistósen og pleistósen). a) Brunhes segulskeið (0,7 milljón ára og yngra). b) Matuyama segulskeið (0,7-2 milljón ára) með segulvikunum (event) Jaramillo, Gilsá og Olduvai. Náttúrufræöingurinn 54 (3-4), bls. 97—113, 1985 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.