Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 65
G.R. Douglas, J.P. McGreevy og W.B. Whalley : Mælingar á frostveðrun INNGANGUR Svokölluð frostveðrun, þar sem litið er á „frostsprengingu“ og frost-þíðu sent mikilvæga þætti, er yfirleitt talin orsakast af rúmmálsaukningu, þegar vatn frýs í holrými bergs. Einmitt vegna þess að vatn frýs í holum og sprungum bergs er frekar erfitt að rannsaka þetta fyrirbæri, jafnvel með tilraunum; en einföld rúmmálsaukning hefur af sumum ekki þótt fullnægjandi skýring (White 1976, McGreevy 1981). Hugtök eins og „frost-þíða“ gefa til kynna að eðli frostveðrunar sé vel skilið, en í raun er mjög lítið vitað um þetta fyrirbrigði í smáatriðum. Til- raunir í rannsóknarstofu gefa besta möguleika til að greina orsakaþættina en hitastigsmælingar í náttúrunni eru líka nauðsynlegar til að byggja tilraun- irnar á. Þessi grein sýnir frumniður- stöður bæði úr tilraunum og liita- stigsmælingum í bergi, en þær sam- rærnast ekki hefðbundnum skoðunum um frostveðrun. FROST-ÞÍÐU SVEIFLUR Hugtakið um frost-þíðu sveiflur er ekki nýtt af nálinni og er að finna í ýmsum nýlegum kennslubókum í jarð- vísindum (t.d. French 1976). Miðað hefur verið við lofthitastig, þegar könnuð er tíðni slíkra sveiflna. Tíðni og styrkleiki sveiflnanna eru síðan taldar benda til hversu mikið bergnið- urbrot er líklegt (t.d. Peltier 1950, Fra- ser 1959, Rapp 1960). Trícart (1956) stakk upp á staðli fyrir frost-þíðu sveiflur og hafa aðrir tekið hann upp (Wiman 1963, Potts 1970). Einn slíkur staðall var hin svokallaða „íslenska hringrás“ sem á að líkjast aðstæðum í tempruðu sjávarloftslagi. Hér er hita- stigið látið fara frá +7° til -8°C á einum sólarhring þannig að 0°C er náð tvisvar; ein þíða og ein frysting. Ekki verður farið út í gildi hinnar „íslensku hringrásar“ hér, heldur verður athug- að sambandið á milli loft-, berg- og vatnshita. VETTVANGSATHUGUN Hitastigsmælingar voru gerðar í maí 1980 sunnan megin í Esjunni í 650 m hæð ofan sjávarmáls. Grant síriti var tengdur við hitaskynjara (bead therm- istors). Þrír skynjarar voru notaðir til að mæla lofthitastig, hitastig við berg- flötinn og hitastig á 3 cm dýpi í 0,5 cnr breiðri sprungu. Bæði sprungan og bergyfirborðið sneru mót suðri. Hita- stigið var mælt nreð 30 mínútna milli- bili í 66 klst. Á 1. mynd eru sýnd nokkur mikilvæg einkenni mæling- anna. Hitastigið við bergflötinn sýndi miklu hraðari og stærri sveiflur en loft- hitastigið. Þetta hefur í för með sér nrargskonar afleiðingar, en þó sérstak- lega að bergflatarhitinn getur verið bæði fyrir ofan og neðan 0°C á sama tíma og lofthitinn helst fyrir neðan frostmark. Upphitun bergflatarins Náttúrufræöingurinn 54 (4-5). bls. 159-164, 1985 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.