Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 12
■■I
9. mynd. Horft frá Stangarfjalli til suðurs til Búrfells og Heklu. — Wiew from Mt.
Stangarfjall towards south. Mt. Búrfell and Mt. Hekla in the background. (L]ósm.Iphoto:
Ágúst Guðmundsson)
norðan til hafa þau myndað samfelldar
breiður, venjulega úr 2—3 basalt-
lögum með völubergi á milli hraunlag-
anna. Umhverfis Fossölduver vestan
við Fossá eru bleðlar úr rétt segul-
mögnuðu basalti. A þessu svæði er
móberg mjög útbreitt og er aldur þess
líklega liðlega ein milljón ár, eða ívið
eldra en rétt segulmagnaða basaltið
frá Jaramilló. Vestan við Svartá eru
víða tungur úr smástuðluðu, stakdíl-
óttu, öfugt segulmögnuðu basalti, sem
hefur að öllum líkindum flætt um
lægðir á milli móbergshæðanna.
ST Stangarfjallsmyndun. Henni til-
heyrir syrpa af öfugt segulmögnuðum
þóleiít- og dílabasaltlögum, sem liggja
ofan á ólivínbasalt lögunum frá Jara-
milló segulvikinu. Oft eru jökul-
bergslög milli hraunlaganna. Dílabas-
altlög þessarar myndunar finn-
ast m. a. undir móbergskolli Búrfells
(9. mynd), í kolli Skeljafells, Stangar-
fjalls, Sandafells, Fossheiðar, Skúm-
stunguheiðar og við Starkaðsver.
Einnig er jafngamalt basalt, aðallega
þóleiít, vestan við Svartárnar (vestan
við Fossá) og undir móbergsþekjunni
á Búðarhálsi (10. mynd). Aldur Stang-
arfjallsmyndunar er talinn vera um
0,8-0,9 milljón ár.
BH Búðarhálsmyndun. Elsti hluti
Búðarháls og Búrfells er breksía og
bólstraberg eða kubbaberg. Móbergiö
er öfugt segulmagnað og virðist vera
myndað skömmu fyrir segulskiptin,
sem urðu fyrir 700 þúsund árum
(Brunhes).
KG Köldukvíslarmyndun. í Þóris-
tungum við vesturbakka Köldukvíslar
eru tvö eða þrjú lög af smástuðluðu og
kubbuðu ólivínbasalti. Þau eru rétt
106