Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7
4. mynd. Háifoss. í fossgljúfrinu sjást setlög Reykholtsmyndunar. - The waterfall
Hcíifoss. Note the sedimentary rocks belonging to the Reykliolt - formation in the walls of
the gorge. (Ljósm Jphoto: Ágúst Guðmundsson)
skógartorfa syöst í Búrfelli. Par er
syrpa af öfugt segulmögnuöum þóleiít-
lögum, sem rekja má nokkurn spöl
noröur með Búrfelli að vestan. Víðast
hvar eru þunn völubergslög inn á milli
basaltlaganna, en einnig finnst þar dá-
lítið móbergshrúgald. Basaltlögunum
hallar um 4-5° til norðausturs. Þver-
snið gegnurn þessa myndun sést á sniði
G-H á kortinu og einnig á 5. mynd.
Búrfellsskógsmyndun er eldri en
megineldstöðin í Fossárdal. Aldur
myndunarinnar er talinn vera 1,7 til
1,9 milljónir ára.
RE Reykholtsmyndun. Innarlega t
Fossárdal finnast leifar af megineld-
stöð. Fyrslu áhrifa hennar verður vart
í víðáttumiklum móbergsmyndunum,
sem finnast í Reykholti og Rauðu-
kömbum, og ennfremur í neðri hluta
Fossöldu, Skeljafells og Stangarfjalls.
Sennilega tilheyrir móbergið um mið-
bik Búrfells þessari myndun. Mó-
bergsmyndanir þessar eru að mestu
túff og túffbreksía, en bólstraberg og
bólstrabreksía finnst þó í Stangarfjalli
upp af sögualdarbænum Stöng.
Greinilegt er að upphleðslan hefur
verið ör og móbergið náð að mynda
talsverða hæð yfir umhverfi sitt. Á
hlýskeiði, sem á eftir fylgdi, runnu
hraun upp að móbergshæðunum, að
líkindum úr suðri eða austri. 1 Sáms-
staðaklifi eru þóleiítlög ofan á nró-
berginu, en dyngjusyrpa úr ólivínbas-
alti finnst í Reykholti og Skeljafelli.
Móbergið hefur öfuga segulstefnu, en
basaltið er hins vegar rétt segulmagn-
að. Þegar móbergið rofnaði mynduð-
ust þykk setlög út frá því, svo sem nú
101