Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 65

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 65
G.R. Douglas, J.P. McGreevy og W.B. Whalley : Mælingar á frostveðrun INNGANGUR Svokölluð frostveðrun, þar sem litið er á „frostsprengingu“ og frost-þíðu sent mikilvæga þætti, er yfirleitt talin orsakast af rúmmálsaukningu, þegar vatn frýs í holrými bergs. Einmitt vegna þess að vatn frýs í holum og sprungum bergs er frekar erfitt að rannsaka þetta fyrirbæri, jafnvel með tilraunum; en einföld rúmmálsaukning hefur af sumum ekki þótt fullnægjandi skýring (White 1976, McGreevy 1981). Hugtök eins og „frost-þíða“ gefa til kynna að eðli frostveðrunar sé vel skilið, en í raun er mjög lítið vitað um þetta fyrirbrigði í smáatriðum. Til- raunir í rannsóknarstofu gefa besta möguleika til að greina orsakaþættina en hitastigsmælingar í náttúrunni eru líka nauðsynlegar til að byggja tilraun- irnar á. Þessi grein sýnir frumniður- stöður bæði úr tilraunum og liita- stigsmælingum í bergi, en þær sam- rærnast ekki hefðbundnum skoðunum um frostveðrun. FROST-ÞÍÐU SVEIFLUR Hugtakið um frost-þíðu sveiflur er ekki nýtt af nálinni og er að finna í ýmsum nýlegum kennslubókum í jarð- vísindum (t.d. French 1976). Miðað hefur verið við lofthitastig, þegar könnuð er tíðni slíkra sveiflna. Tíðni og styrkleiki sveiflnanna eru síðan taldar benda til hversu mikið bergnið- urbrot er líklegt (t.d. Peltier 1950, Fra- ser 1959, Rapp 1960). Trícart (1956) stakk upp á staðli fyrir frost-þíðu sveiflur og hafa aðrir tekið hann upp (Wiman 1963, Potts 1970). Einn slíkur staðall var hin svokallaða „íslenska hringrás“ sem á að líkjast aðstæðum í tempruðu sjávarloftslagi. Hér er hita- stigið látið fara frá +7° til -8°C á einum sólarhring þannig að 0°C er náð tvisvar; ein þíða og ein frysting. Ekki verður farið út í gildi hinnar „íslensku hringrásar“ hér, heldur verður athug- að sambandið á milli loft-, berg- og vatnshita. VETTVANGSATHUGUN Hitastigsmælingar voru gerðar í maí 1980 sunnan megin í Esjunni í 650 m hæð ofan sjávarmáls. Grant síriti var tengdur við hitaskynjara (bead therm- istors). Þrír skynjarar voru notaðir til að mæla lofthitastig, hitastig við berg- flötinn og hitastig á 3 cm dýpi í 0,5 cnr breiðri sprungu. Bæði sprungan og bergyfirborðið sneru mót suðri. Hita- stigið var mælt nreð 30 mínútna milli- bili í 66 klst. Á 1. mynd eru sýnd nokkur mikilvæg einkenni mæling- anna. Hitastigið við bergflötinn sýndi miklu hraðari og stærri sveiflur en loft- hitastigið. Þetta hefur í för með sér nrargskonar afleiðingar, en þó sérstak- lega að bergflatarhitinn getur verið bæði fyrir ofan og neðan 0°C á sama tíma og lofthitinn helst fyrir neðan frostmark. Upphitun bergflatarins Náttúrufræöingurinn 54 (4-5). bls. 159-164, 1985 159

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.