Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 3
Elsa G. Vilmundardóttir,
Agúst Guðmundsson og
Snorri Páll Snorrason:
Jarðfræði Búrfells og nágrennis
INNGANGUR
Á undanförnum árum hafa virkjun-
arframkvæmdir á vatnasviði Þjórsár
ofan Búrfells kallað á umfangsmiklar
jarðfræðirannsóknir, sem hafa staðið
yfir í rúma tvo áratugi. Á Vatnsorku-
deild Orkustofnunar er nú unnið að
gerð korta, sem sýna helstu þætti ber-
grunnsins auk korta, sem sýna jarð-
grunn (laus jarðlög) og enn önnur,
sem sýna vatnafar. Jarðfræðikortið er
fylgir þessu hefti Náttúrufræðingsins
er fyrsta kortið í fyrirhugaðri kortaút-
gáfu Orkustofnunar og Landsvirkjun-
ar, en 1. mynd sýnir svæðið sem kortið
nær til.
Helstu not af berggrunnskortunum í
sambandi við virkjunarrannsóknir eru
eftirfarandi:
1) Bergrunnskort sýna undirstöður
mannvirkja, og auðvelda mjög
hönnun þeirra, hvort sem er ofan-
eða neðan jarðar.
2) Þau auðvelda val á virkjunarstöð-
um og með þeirra hjálp er reynt að
sneiða hjá svæðum með óheppi-
legum jarðlögum og svæðum, sem
geta orðið fyrir náttúruhamförum.
3) Þau auðvelda leit að bygging-
arefnum.
4) Þau eru grundvöllur að skilningi á
vatnafari og þar með grundvöllur
að vatnafarskortum og -líkönum.
Þekking á vatnafræði er ein af
frumforsendum vatnsaflsvirkjana.
5) Þau sýna legu mismunandi jarðlaga
í rúmi og tíma og eru þannig lykill-
inn að afstöðu þeirra, hvað varðar
uppruna, útbreiðslu og gerð. Þekk-
ing á uppbyggingu jarðlaga er
nauðsynleg til þess að unnt sé að
skilja og túlka legu og gerð þeirra á
hverjum stað. í þessu tilliti eru
kortin nauðsynlegur grunnur við
gerð ýmissa sérkorta, t. d. við túlk-
un borholusniða á virkjanastöðum
og annarra sérhæfðra rannsóknar-
gagna.
6) Auk þess hafa kortin að sjálfsögðu
einnig almennt upplýsingagildi og
geta þannig stuðlað að ýmsum sér-
hæfðum rannsóknum, t. d. í berg-
fræði og eldfjallafræði.
Berggrunnur er flokkaður eftir
aldri, berggerð, segulstefnu og mynd-
unum. Aldursflokkarnir eru:
1. Berg frá ísöld (plíó-pleistósen og
pleistósen).
a) Brunhes segulskeið (0,7 milljón
ára og yngra).
b) Matuyama segulskeið (0,7-2
milljón ára) með segulvikunum
(event) Jaramillo, Gilsá og
Olduvai.
Náttúrufræöingurinn 54 (3-4), bls. 97—113, 1985
97