Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 13
10. mynd. Sultartangastífla og -lón. Vaðalda og Búðarháls til hægri. - The newly built
Sultartangi dam and the reservoir. (Ljósm./p/ioro: Snorri Páll Snorrason 8. nóv. 1984).
segulmögnuö og sennilega runnin árla
á Brunhes segulskeiði. Hugsanlega
eru upptök efsta lagsins í Fossöldu, en
hún er úr bólstra- og kubbabergi.
BROTALÍNUR OG GANGAR
Skýrar brotalínur sjást víöa á svæð-
inu, en misgengi um þær eru sjaldgæf.
Höfuðstefnur brotalínanna eru tvær, í
NA-SV og í N-S.
í suðvestanverðu Búrfelli sjást fáein
misgengi (20 m lóðrétt hreyfing) og
e. t. v. eru sniðgengi við Skál og
Þjófagil. Opnur í berggrunn á svæðinu
ofan Þjórsárdals eru þess eðlis, að
ntjög erfitt er að greina misgengi, enda
þótt brotalínur kunni að vera augljós-
ar á loftmyndum. í Fitjaskógum er
líklega 15 m misgengi með NA-SV
stefnu þar sem austari hlutinn hefur
sigið.
í innanverðum Þjórsárdal (skammt
sunnan við Háafoss) er mikil þyrping
keiluganga í ummynduðu móbergi (6.
mynd). Einnig er slangur af basískum
og súrum göngum þar vesturaf. Undir
Skeljafelli eru súrir gangar, sem ganga
inn í súran innskotshrauk, sem hefur
líklega náð upp á yfirborð, þar sem
Skeljafell er nú. Ofar í jarðlagastaflan-
um, í móbergi norðan við Fossöldu,
eru tveir gangar með N-S stefnu. Ann-
ars er lítið um innskot á svæði því sem
jarðfræðikortið nær yfir.
SEGULTÍMATAL OG K/AR
ALDURSGREININGAR
Jarölagastafli sá sem hér um ræðir
er að langmestu leyti myndaður á
Matuyama segulskeiði og er því að
mestu öfugt segulmagnaður. Berg
Sandafellsntyndunar og efri hluta
107